Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Blaðsíða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Blaðsíða 8
Tímarit /VIá/,t og menningar vekur vissulega grunsemdir um að reynt sé að bæta sér upp missi sjálfsvirðingar með ímynduðum hetjuskap, einsog þegar menn svipta sig lífi til að bjarga eigin mannorði eða ættar sinnar og þykir bera vott um snert af geðtruflun. Það sem ég vildi stuttlega víkja að er sú hnignun þjóðarmetnaðar og almenns siðgæðis sem ágerst hefur ár frá ári á liðnum þrem áratugum. Þráttfyrir ötula baráttu bestu sona og dætra þjóðarinnar, þeirra á meðal nálega allra rithöfunda og annarra skapandi listamanna, hefur sífellt sigið á ógæfuhliðina. Spillingin sem grafið hefur um sig kringum herstöðina hefur sýkt frá sér og teygt anga sína inná velflest svið þjóðlífsins. Herstöðin hefur í senn orðið stórkostleg féþúfa og gróðrarstía hverskonar spákaupmennsku og glæpastarfsemi sem hér er óþarft að tiunda. Heraflinn er utanvið íslensk landslög og torvelt fyrir Islendinga að ná rétti sínum þegar í odda skerst. Má í því sambandi vitna í frægan hæstaréttar- dóm frá 1961 þess efnis að engin ákvæði í lögum frá 1951 um réttarstöðu Bandaríkjahers á Islandi kveði á um að herstjórnin „skuli hlíta lögsögu íslenskra dómstóla um skipti sín við aðilja hér á landi“. Má til sanns vegar færa að þetta sé eitt áþreifanlegasta og átakanlegasta dæmið um afsal sjálfsvirðingar og sið- ferðisþreks i samskiptum við tröllveldið, og vil ég þó ekki gera lítið úr því betlihugarfari sem lýsir sér í sífelldum beiðnum um fjárframlög til framkvæmda sem hver fullvalda þjóð mundi sjálf fjármagna. Vegabréfsáritanir Islendinga til Bandaríkjanna og frjáls aðgangur Bandaríkjamanna að íslandi er áþekkt dæmi um stöðu okkar gagnvart herraþjóðinni. Undirskriftasöfnun Varins lands um árið er önnur ömurleg staðfesting þess hve giftusamlega hernám hugarfarsins hefur tekist, og veit ég engin dæmi þess að álitlegur hluti sjálfstæðrar þjóðar hafi sjálfviljugur lagst svo lágt i auðsveipni við voldugan nágranna. Um sjónvarps- málið þarf ekki að hafa mörg orð, en kinnroðalaust verður tæplega á það minnt. Sé litið yfir frammistöðu Islendinga á alþjóðavettvangi, má heita að við höfum verið fastur fylgihnöttur Bandaríkjanna í öllum meiriháttar málum. Og þannig mætti lengi halda áfram að telja. Manni þykir stundum ekki einleikið að þjóð, sem öldum saman stríddi við sult og seyru, náttúruhamfarir, drepsóttir og aðra óáran en varðveitti samt stolt sitt og sjálfstæðisvilja, skuli á nokkrum árum allsnægta og hóglífis hafa glutrað niður sjálfum tilverugrundvelli sinum, trúnni á eigin getu til að sjá sér farborða, en hér hafa að vísu voldug innlend öfl verið að verki og lúið járnið jafnt og þétt uns það var orðið mjúkt og meðfærilegt. Ötulust þessara afla hafa vitanlega verið Sjálfstæðisflokkurinn og málgögn hans, en aðrir svokallaðir lýðræðis- flokkar og málgögn þeirra komið í humátt eftir stóra bróður. Er það raunar ein frh. á bls. 190 126
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.