Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Page 16

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Page 16
Hjörtur Pálsson Hauströkkrið yfir mér Eitt ljóðið í verðlaunabók Snorra Hjartarsonar, Hauströkkrinu yfir mér, heitir Kuml á heiði. Enginn nema íslenskur lesandi gæti nokkru sinni skynjað það til hlítar vegna þeirra sterku tengsla við sögu og fornar sagnir sem lesa má milli línanna. Ung stúlka með glóandi nisti við barm teygir klárinn sinn austan heiðina í sólskininu. Þetta ergleðin sjálf sem ríður til fundar við vin sinn, því skip hans er komið af hafi. Hún vill mæta honum ein, stígur af baki, gengur upp á hól við veginn og sest í vorgróið lyngið. Margt leikur í hug þess sem hún ávarpar, en sér einungis beinin á örfoka hólnum í svölu og gráu veðri. Stúlkan þráir heitast að gefa honum gjöf, gefa honum sýn inn til sín þar sem hún dvelur ,,í ljósi og flugi og kyrrð“, láta hann lifa með sér „þessa stund þennan örlagadag" handan við tímann sem ekki er lengur til, sjá, heyra, finna til eins og hún. En augu hans eru haldin og ljóðinu lýkur á þessum línum: ó gætirðu séð en þú sérð það ekki sérð ekki. Ekkert getur miðlað seið þessa ljóðs og galdri nema það sjálft eins og það lifir í myndum sínum og máli og þeim sterka, áleitna grun sem það vekur um mikil örlög í fögnuði og harmi sem eru hin andstæðu skaut þess. Lesandinn stendur til skiptis í sporum þess sem ekkert sér nema örfoka hólinn og beinin og hins sem opnum augum sér og skynjar þá mynd og þann hugblæ sem röddin miðlar með þeim orðum sem hún mælir. Þau kveikja slíkt líf að brátt er eins og þau hverfi og eftir standi aðeins þessi mynd í ljóma sínum og gliti, leikur golunnar, hraðinn, fögnuðurinn og grunurinn um það sem gerast muni. Allt kemur upp í fang lesandans — hesturinn, stúlkan og heiðin, sólskinið og blærinn yfir kjarrinu. Það er allt innan sjónmáls og seilingar. Þess vegna fá þær ellefu ljóðlínur þar sem beinum orðum er talað um blindu þeirra augna sem ættu að 134
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.