Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Page 20
Tímarit Má/s og menningar
vídd með því að láta tvö skynsvið mætast í orðunum „sveipa mig laufskrúði
söngs“ uns því lýkur með tveimur línum sem staðfesta í hljóðri og öruggri vissu
lífsskynjun trés og skálds. En slík staðfesting lífsskynjunar í gleði eða trega, tjáð
lágum, en mildum rómi, í fáum orðum, oft í tveimur línum sem undirstrika
hvor aðra, er einmitt sterkt einkenni sumra ljóðanna í bókinni.
Mörg vitna þau um trega skáldsins, lýsa angurværum eða döprum hug vegna
hverfulleika alls sem er, söknuði yfir því liðna eða kvíða vegna „hins ókunna
sem bíður“ þess sem berst hægt „austur með svefnþungum straumnum“ eftir
löngum strætum náttborgarinnar „þar sem ekki er grænt ljós nema í eina átt“.
Onnur eru full af ungri gleði og lífsfögnuði sem vaknað getur við að ganga fram
á græna tó, heyra lindarnið og fuglasöng eða vænta endurfunda.
Myndskynjun málarans er söm og áður, en drættirnir oftast færri, litirnir
einnig, þótt áhrifin séu sterk. Mynd er sex orð í fjórum línum:
Rauð
í framréttri hendi
fjallsins
ársólin.
Eðli og áhrifum margra ljóðanna í Hauströkkrinu yfir mér má lýsa með
orðunum andartaksskynjun, andartakssýn. Þau þola ekki útlistanir, en verða svo
nærgöngul og lifandi í vitund lesandans að tími og rúm þoka til hliðar og eftir
stendur aðeins myndin eða tilfinningin ein. Gott dæmi er Ský og tré:
Ský hefur tyllt sér
á háar naktar greinar
aldintré hvítt
fyrir blómum
horfðu vel
myndin er hverful.
Aldintréð er „hvítt fyrir blómurn", „lyngið er fallið að laufiV, „holir lauf-
hamrar skóga“ blasa við og ung kona bíður þess að „unnustinn fari eldi um
hvítt land sitt“. Slíkir eru töfrar máls og stíls. I ljóðheimi Snorra hnigur
138