Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Page 22

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Page 22
Tímarit Má/s og menningar einatt hefur brugðist trú hans og von. En vitundin um hverfulleik alls sem er virðist jafnframt hafa eflt tilfmningu hans fyrir því sem mikilfenglegast er í lífinu og á jörðinni og stendur stöðugt. Samt fullyrðir hann aldrei of mikið. Eliot bjóst ekki við að hafmeyjarnar mundu syngja fyrir hann, en Snorri á sér enn von, hljóðláta von, þegar hann segir um álftirnar á dökkri lygnunni: ef til vill syngja þær ekki framar aldrei mér framar. Allt leitar einingar og sátta: efni og form, gamalt og nýtt, tími og rúm, himinn og jörð. Skáldinu finnst það vera í armlögum „tveggja myrkra, moldar og himins“ sem renna saman, verða eitt. Við Suðurgötu mætast „heimur lífs og dauða“ og í Lindinni í mónum sér það skin á himni, skugga þess á jörð. Náskyld þessum kenndum er sú hugmynd Snorra um tímann sem gætt hefur æ meira í ljóðum hans að hið liðna og ókomna mætist í andartakinu. Allt sem hefur verið er. Þess vegna er fuglinn sem flaug framhjá enn á sama stað og tíminn sefur í turni ljóssins, en i sumum ljóðunum í síðustu bókinni er þessi skynjun og upphafning timans orðin sjálfkrafa staðreynd án þess að um hana sé talað berum orðum. Tíminn er þar ekki lengur til eða skiptir ekki máli. Þessi mystíska lífskennd hefur alltaf verið fyrir hendi í ljóðum Snorra, en hefur sótt á með árunum og er nú orðin meðal þess sem gefur þeim heildarsvip. Til þessarar mystísku einingar alls sem er í tíma og rúmi, á himni og jörðu, vísaði hann þegar með bókarheitinu Lauf og stjömur og náskyld henni er sú djúpa þrá skáldsins að geta sameinast landinu og náttúrunni, fundið frið, kyrrð og ró, glaðst og notið, horfið inn í hina fögru mynd og snúið aftur nýr og heill. Sá sem les Hauströkkrið yfir mér er sífellt staddur milli hliðstæðna sem leita hver annarrar eða andstæðna sem leita einingar og renna saman: myrkurs og birtu, lífs og dauða, hins liðna og ókomna, gróðurs og hrjóstra, hausts og vors. Orð og hugtök sem oft hafa táknrænt gildi í ljóðum Snorra og ljúka upp ljóðveröld hans fyrr og síðar koma hvað eftir annað fyrir á síðum bókarinnar: tré, lauf, stjarna, ský, lækur, sól, lind, fjall, eldur og mörg fleiri og eftir þeim lesum við okkur frá einu ljóði til annars. Stundum finnst mér að þeim megi líkja við símskeyti frá ferðamanni sem öðru hverju lýsir reynslu sinni i förinni með svo vel völdum orðum að þau verða að litskrúðugum og ljóslifandi myndum i 140
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.