Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Blaðsíða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Blaðsíða 41
Maðurinn sem varð fyrir ðláni unum, og hann ákvað að hugsa örlítið um hana, eins og til að afgreiða eða losna við hana. Maðurinn hafði nú verið ótruflaður af heiminum í nokkur ár, eftir að hvorki sálfræðingar, félags- eða afbrotafræðingar höfðu komist að niður- stöðu um, hvort hann væri geðveikur og ætti þess vegna heima á geðveikrahæli. Það eina sem fræðingarnir vissu með sanni var, að maðurinn hafði framið tvö afbrot, og samkvæmt því var hann síafbrota- maður. Maðurinn var þess vegna sambland af geðveikum manni og afbrotamanni. Úrslitin urðu þau að maðurinn dvaldi áfram á vinnuhæl- inu. Sérfræðingarnir álitu, að ef maðurinn stundaði störf sín reglulega og tæki sér ekki óeðlilega marga veikindadaga, þá væri hann í raun réttri eðlilegur og heill heilsu, bæði andlega og líkamlega. Aðeins heilbrigður maður hlýðir sinni vinnuskyldu, sögðu þeir. Maðurinn lá ekki óeðlilega oft í rúminu. Þvert á móti forðaðist hann að liggja, til að flýja hugsanir um konuna. En innan skamms var auðsætt að konan sótti á huga hans, jafnvel þótt hann böðlaðist í steinsteypunni. I huganum fegraði maðurinn andlit konunnar og jók á unað líkamans, en hann girntist hann ekki, heldur var hugsunin sefandi og veitti þann andlega frið og fullnægingu sem ástin ein getur annars veitt. Flón var ég, hugsaði maðurinn. Áður þótti mér hinn vélræni þáttur ástarinnar skipta höfuðmáli, athöfnin sjálf, en nú veit ég að andlegi þátturinn, hinn huglægi, er miklu auðugri. En þó veitir hinn andlegi þáttur einn ekki þá líkamlegu hvíld, sem hugurinn þarfnast, ef hann á að geta varðveitt orku sina og andlega hreysti. Manninum fannst hugsunin vera einhver kynleg mótsögn, en hann kunni nú hverri mótsögn vel, meðan hann dvaldi í fangelsinu. Það að hann var frjáls í fyrsta sinn og naut óhefts innra frelsis í fangelsinu, var einnig einkennileg fjarstæða, af því hann var þar ófrjáls. Samt var mót- sögnin staðreynd, og staðreyndirnar skipta höfuðmáli Maðurinn reyndi nú að festa sér konuna vel í minni, en hún deyfðist þá smám saman í huga honum, og í sama mæli skýrðist fyrir honum ljósmynd af henni; ljósmyndin skýrðist eftir því sem dvölin lengdist og hugsanir um konuna dofnuðu. Að síðustu hvarf konan í þoku og maðurinn reyndi að fanga hana í huganum. En myndin stóð ljóslifandi 159
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.