Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Page 44
Tímarit Máls og menningar
bölvað þér. Áður hélt ég að við gætum elst saman og orðið gömul, fylgst
með því hvernig árin koma yfir mann, séð hvernig æskan hverfur og
hrukkur taka við. Eg hélt að við gætum notið þess að verða vör við
eðlilega hrörnun líkamans, án þess að okkur yrði hverft við, án þess við
reyndum að yngja okkur. Þvi eitt er að vera unglegur og annað að vera
ungur. Þeir sem elska elskast á hverju æviskeiði, og æviskeiðin eru öll góð
til ásta. Maður elskast ævinlega á sama hátt, en þó sífellt nýjan . . .
Maðurinn lokaði augunum. Hann heyrði konuna halda áfram að tala í
jöfnum, blæbrigðalausum tón, meðan hún horfði stöðugt á sjónvarpið.
Maðurinn reyndi að finna mynd konunnar í huganum, en nú fann hann
þar hvorki ljósmyndina né konuna, þótt hann sæti næstum við hliðina á
báðum.
Um leið var eins og maðurinn fengi hnefahögg á munninn, sama
höggið og systir hans fékk forðum. Hann tók ósjálfrátt fyrir munninn og
kúgaðist.
Hvað er þetta? spurði konan. Ertu að verða veikur?
Nei, svaraði maðurinn aumlega.
Hvað er það þá? spurði konan.
Bara raunveruleikinn, svaraði maðurinn og stóð upp. Eg hef orðið fyrir
honum eins og hræðilegu óláni.
162