Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Qupperneq 52

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Qupperneq 52
Tímarit Máls og menningar hans yrði tekið eignarnámi. Þessi barátta stóð í mörg ár, en auðvitað tvíefldist Bild eftir íýrstu tilræði Baader/Meinhof hópsins. Áróðursaðferðir blaðsins á fyrstu árum síðasta áratugar urðu kveikjan að bók Bölls um Katrínu Blúm. Glötuð cera Katrínar Blúm Þó að Heinrich Böll sé einhver vinsælasti rithöfundur Sambandslýðveldisins hefur hann aldrei verið neinn jábróðir valdamanna þar. Heimspekingurinn Theodor Adorno hefur sagt í grein um hann að óbeit Bölls á því að láta hampa sér og vagga sé virðingarverðasti eiginleiki hans: „Hann þurfti ekki að teygja sig i þrúgurnar: en hann hrækti þeim út úr sér.“91 fjölmörgum blaðagreinum og ræðum hefur Böll gagnrýnt siðferði og lífshætti eftirstríðsáranna, og tvískinn- ungur stjórnmálamanna og fjölmiðla er honum stöðugt viðfangsefni. Böll er enginn vinstrisósíalisd, hugmyndalegur bakhjarl hans er kaþólskan og borg- aralegar lýðræðishugsjónir, hvort tveggja að visu með hans eigin sniði. Undir lok ársins 1971 birti Böll grein í tímaritinu Spiegel þar sem hann varaði mjög við tilraunum Springerpressunnar til að efna til múgæsinga vegna tilræða Baader/Meinhof. Auðvitað var sú sama pressa ekki lengi að koma auga á samúð Bölls með terroristum, og þýska lögreglan tók þann áróður svo alvarlega að hún gerði húsleit hjá honum. Satt að segja hlaut Böll ekki mikinn stuðning á þessum tíma, ekki einu sinni meðal annarra rithöfunda.10 Sálfræðiprófessorinn Peter Briickner varð fórnarlamb svipaðrar rógsherferðar um þetta leyti, og mun það hafa haft mikil áhrif á Böll. Hann svarar fyrir sig með sögunni um Katrínu Blúm, þar sem spurt er í undirtitli um orsakir og afleiðingar ofbeldis. Strax á fyrstu síðu fær ádeilan heimilisfang, í stað hins venjulega fyrirvara um að persónur sögunnar séu algerlega verk höfundar er lesanda tilkynnt að ef eitthvað minni hér á aðferðir Bild-blaðsins séu þær líkingar óhjákvæmilegar. Það þótti vel við eiga að útdráttur úr sögunni birtist fyrst í fjölmiðli, vikublaðinu Der Spiegel, 1974. Aðalpersónan Katrín er 27 ára gömul og starfar við heimilishjálp. Vett- vangurinn er Bonn og helstu atburðir verða á kjötkveðjuhátíðinni í lok febrúar. Katrín kynnist í samkvæmi hjá frænku sinni manni að nafni Ludwig Götten og fara þau að lokum saman heim til hennar. Götten reynist vera eftirlýstur ránsmaður, jafnvel terroristi, en lögreglan kemur að tómum kofanum daginn eftir því að Katrín hefur hjálpað honum að komast undan. Hún er tekin til yfirheyrslu og verður næstu daga fórnarlamb slíkrar rógsherferðar af hálfu Blaðsins (eins og Bild heitir í sögunni), að hún hefnir sín að lokum með því að skjóta blaðamanninn sem hefur með mál hennar að gera. 170
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.