Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Blaðsíða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Blaðsíða 53
Bókmenntir gegn gulri pressu Heinrich Böll Ádeila Bölls er ofin úr mörgum þáttum og birtist að nokkru leyti í frásagn- araðferðinni sjálfri. Sögumaður kallar frásögn sína „skýrslu" og stíll hans minnir á hinn smámunasama og nákvæma embættismann svo stundum mætti halda að þar væri Akakí Akakívits úr Frakka Gógols lifandi kominn. Hann segist vinna söguna upp úr heimildum, og í henni eru langar tilvitnanir í lögregluyfir- heyrslur, auk greina Blaðsins með skáletri; einstaka sinnum er eins og höfundur sjálfur blandi sér í söguna með nöturlegum athugasemdum og háðslegum hugleiðingum. Það er ekki fráleitt að tala um þrjú mismunandi tungumál í bókinni: I fýrsta lagi stofnanamálið sem einkennir meginhluta frásagnarinnar. Það er smásmugulegt og lögfræðilegt og í beinni mótsögn við átök söguefnisins milli ástar og ofbeldis. Þetta skriffinnskumál nýtur sín einkum í lögreglu- skýrslunum og orkar með afbrigðum lífsfirrt á lesandann. Allt öðru vísi er hið eðlilega, sanna mál sem Katrín talar. Hún eins og finnur sannleiksgildi orðanna á sér, enda stendur hún hvað eftir annað í stappi við lögregluna vegna þeirra orða sem henni eru lögð i munn í skýrslunum (s. s. þegar hún neitar að fallast á að vinir hennar hafi verið „almennilegir" við hana, því þeir voru „góðir“ s. 39—40). Mál Katrínar er lifandi og mannlegt og órafjarri þriðja stiginu, því tungumáli sem birtist í greinum Blaðsins. Böll tekst mætavel að ná þeim ýkjum í notkun lýsingarorða og æsingnum í setningaskipaninni sem einkennir Bild. 171
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.