Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Side 55

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Side 55
Bðkmenntir gegn gulri pressu hennar. Við kynnumst því nær eingöngu af þremur greinum um mál Katrínar, sem skrifaðar eru skv. Bild-uppskrift: Nöfnin eru rétt, einstaka staðreyndir fljóta með, en samhengið er slíkt að sannleikurinn eins og lesandinn þekkir brókarsótt. Um leið þykist Blaðið tala máli hins ,venjulega‘, óbreytta launþega. ,,afbrigðilega“ í allri hegðun, þeir verða að pólitískum ofbeldismönnum með brókarsótt. Um leið þykist blaðið tala máli hins ,venjulega‘, óbreytta launþega. Bild fer eins að: Það nærist á óttanum við allt sem er öðru vísi, ótta sem einatt er vakinn með fólki sem býr við þrúgandi lífsskilyrði. Bild gerir allt til að efla þann ótta, aðferð þess minnir mjög á áróður fasista gegn gyðingum. Gríðarlegur áróður Blaðsins gegn Katrínu hefur auðvitað sín áhrif, því að allir lesa það og jafnvel skynsamasta fólk ályktar að eitthvað hljóti nú að vera til í óhróðrinum, sem er svo ósvífinn að hann vekur heilaga reiði lesanda. Ofsóknirnar taka á sig svip samsæris: Lögreglan á prýðilegt samstarf við Blaðið, þó hún viti mætavel að rógur þess er tilefnislaus. Auðvitað heldur Blaðið hlífiskildi yfir háttsettum valdamönnum sem blandast í málið. Ofsóknir gegn saklausri konu eru bara tilefni til að sýna enn einu sinni til hvers sósíalisminn leiði (þótt síðar komi í ljós að Götten er alls ekki pólitiskur brotamaður) og krefjast þess að lögreglan láti nú duglega til skarar skríða gegn þessu róttæka hyski. Lesandinn fær aftur á móti litla sem enga mynd af ritstjórn Blaðsins, af samsetningu sjálfrar rógsvélarinnar. Ástin og ofbeldið eru grundvallarstærðirnar í hugmyndaheimi bókarinnar og tengjast með margvislegum hætti. Blaðið verður til þess að Katrin fremur ofbeldisverk til að verja ást sína, sem aftur verður vatn á rógsmyllu Blaðsins. Götten er sekur um rán, og fyrir vikið beitir samfélagið ást hans og Katrínar ofbeldi, Líkamleg nautn er síður en svo af hinu illa í hugmyndaheimi Bölls, en fær ekki notið sín í samfélaginu; það er undirstrikað með því að láta söguna gerast á kjötkveðjuhátíðinni. Það eiga að vera dagar gleði og skemmtunar, en hlutverk þeirra hefur snúist við, „sölumennska og gróðabrall“ sitja i fyrirrúmi. Búningarnir, tilefni fólks til að bregða sér um stund úr sinni daglegu rullu, eru orðnir tæki til að njósna um náungann, göturnar eru fullar af dulbúnum lögreglumönnum. Um leið eru þeir tákn hentistefnunnar í samfélaginu: Karl- mennirnir hafa brugðið sér úrgömlu kúrekabúningunum ogganga nú um sem arabískir furstar, því olíulöndin virðast hafa máttinn sín megin. Eina fólkið sem ekki er dulbúið eru þau Katrín og Götten — þó sá siðarnefndi hafi ærna ástæðu til — og er þar með enn undirstrikuð sérstaða þeirra (þau minna á Hans Schnier á kjötkveðjuhátíðinni í Viðhorfum trúðs). Þýskur gagnrýnandi" telur að Böll sé að leika sér með þætti úr bókmenntum barokk-tímans. Á það minna skýrar mótsetningar góðs og ills, lífs og dauða (morð á kjötkveðjuhátíð) og 173
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.