Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Síða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Síða 63
Bókmenntir gegn gulripressn ímyndunaraflið sín betur en í hlutlægni okkar.“20 Ef nokkuð er hefur Wallraff haldið sig betur við þessa stefnuskrá en Kisch sjálfur. Þýski heimspekingurinn Oskar Negt hefur sagt í grein um Wallraff að „stórslys hversdagsins“ séu eitt helsta viðfangsefni hans.21 Hugmyndin er auðvitað sú að hrista upp i fólki, fá það til að koma auga á undirokun sína, sjá til þess að það sætti sig ekki við hana. Bók eins og Uppslœttinum er ætlað að koma i veg fyrir að menn taki Bild eins og hverju öðru hundsbiti, og Wallraff hefur í það minnsta tekist að opna rækilega fyrir mönnum þá botnlausu sorptunnu sem Bild er, í þeirri von að lesendur taki sig til og fari með hana á haugana. Ýmsir sem fulla samúð hafa með viðleitni Wallraffs hafa borið fram að- finnslur við Uppsláttinn. Einum tuttugu sinnum í bókinni er vitnað í greiningu á Bild, sem Springer fyrirtækið lét sjálft gera 1965. Þegar greiningin varð opinber olli hún miklu fjaðrafoki meðal vinstrimanna, vegna þess að í fljótu bragði gæti virst sem hún styddist við helstu niðurstöður róttækrar félagsfræði og sálfræði i aðferðum sínum. Þar er gefið í skyn að blaðið geti hnoðað vitund lesenda sinna eins og deig, og Wallraff vitnar oft í þessa greiningu til staðfest- ingar orðum sínum. Það er hins vegar hæpið að gera of mikið úr þessari skýrslu. Júrgen Alberts bendir á að í fyrsta lagi eru öll fræði i henni sýndarmennska og í öðru lagi var hún samin handa Bild í því skyni að ganga i augun á auglýsendum. Hún er nokkurs konar sjálfsauglýsing krydduð félagssálfræðilegum hugtökum til að gera sem mest úr áhrifamætti blaðsins, engin stefnuskrá Springers. I bók sinni um Wallraff22 bera þau Ulla Hahn og Michael Töteberg fram bók- menntalegar aðfinnslur við Uppsláttinn. Þau saka hann um ódýrar samlíkingar og óþarflega hástemmdan tón, auk þess sem alla greiningarviðleitni skorti í bókina. Slík gagnrýni sem heyrst hefur frá fleirum virðist mér vera á misskiln- ingi byggð, það er eins og hin sögulega og pólitíska vídd hverfi. Styrkur bókar Wallraffs felst einmitt í því, að hún er ekki enn ein fræðileg greiningartilraun á Bild (sem þýskir marxistar hafa verið að skrifa hver fyrir annan í áratug og allt gott um það), ekki vönduð bókmenntaleg umfjöllun og afrakstur yfirlegu- vinnu, heldur frásögn af eigin upplifunum höfundar, skrifuð i skyndi og af tilfmningahita vegna þess að það liggur á að koma þeim á framfæri. Af þvi leiða augljósar takmarkanir hennar, sem engin dul er dregin á, en í því felst lika styrkur hennar, líf frásagnarinnar og trúverðugleiki. Þetta er ekki bókin um Bild, heldur gegn Bild. Það er fullsterkt til orða tekið að segja að Springerveldið hafi verið að hruni komið, en risanum var sýnilega brugðið. Og útsendarar hans voru iðnir. Hópur lögfræðinga vann að látlausum málshöfðunum gegn einstökum köflum bók- 181
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.