Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Síða 67

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Síða 67
Bókmenntir gegn gulri pressu Kenningin um áróðursmátt staðreynda lá til grundvallar svonefndum fakta-bókmenntum Tretjakovs, og á þriðja áratugnum reyndi Samband bylt- ingarsinnaðra öreigarithöfunda í Þýskalandi að koma upp neti fréttaritara úr verkalýðsstétt, sem sendu skýrslur af sínum vinnustöðum.28 Tretjakov gagn- rýndi hefðbundnar skáldsögur vegna þess að þær „hafa ekki áhuga á manninum sem þátttakanda í framleiðsluferlinu". Það er einmitt maðurinn í vinnunni sem er höfuðþema Wallraffs alla tíð, m. a. s. Bild lýsir hann sem vinnustað. Sú hlið kemur ekkert við sögu í bók Bölls. Rétt eins og Tretjakov sækir Wallraff margt til blaðamennskunnar, þessa samblands skjalfestra upplýsinga og eigin upplifana höfundar, sem tengja má á ýmsa vegu allt eftir þeim áhrifum sem sóst er eftir. Þetta eru svipuð vinnubrögð og þeir Kisch, Tretjakov og John Reed iðkuðu á þriðja áratugnum, þegar sú skoðun var útbreidd meðal byltingarsinna að fagurbókmenntirnar væru úreltar, eða a. m. k. ónothæfar sem vopn í baráttu. Georg Lukacs gagnrýndi þetta viðhorf og hinar svonefndu reportage bókmenntir harðlega í upphafi fjórða áratugarins.29 Aðferðir blaðamanna áttu að hans dómi ekkert erindi í bók- menntirnar. í blaðamennsku fá staðreyndir blætiseðli, hún endurframleiðir bara yfirborð samfélagsins og stuðlar þar með að því að staðfesta það, segir Lukacs. Með slíkum aðferðum misstu bókmenntirnar gildi sitt, þ. e. möguleikann til að skapa heildstæða mynd af raunveruleikanum, þar sem hinar sögulegu þróunar- tilhneigingar birtust í hnotskurn. Þróun nasismans og stalínismans bundu endi á þessa kappræðu, sem hafði ýmsa annmarka: Lukacs hneigðist til að hafna allri nýrri frásagnartækni í skáldsögum samtímans, fylgjendur heimildabókmennta höfðu alltof mikla trú á áhrifum „sannleikans“ á lesendur. Þráðurinn var tekinn upp að nýju í pólitísku umróti sjöunda og áttunda áratugarins, og bar merki þess að hafa slitnað. Fylgismenn heimildabókmennta höfðu tilhneigingu til að einfalda málið alltof mikið: bókmenntir þeirra voru sannar, skáldskapur var bara flótti. Hér gleymdist líka þáttur viðtakenda: Hvort það eru hinir „frelsandi" eða „staðfestandi“ þættir viðkomandi skáldverks sem njóta sín hverju sinni er að miklu leyti háð viðtakendum og þróun og ástandi samfélagsins. í þessu tilviki er ljóst að bæði verk Bölls og Wallraffs stóðu illa í Springer, en miklu erfiðara er að segja til um að hve miklu leyti þeim tókst að hafa áhrif út yfir hinar samfélagslegu markalínur, t. d. frá þeim hópi sem fyrirfram er sannfærður um þorparaskap Bilds til þess hóps sem les blaðið opnum huga á hverjum degi. Wallraff hefur reynt að þróa aðferðir sínar með tilliti til þessa vanda. Verk hans eiga sér öll e. k. heimildakjarna, en að öðru leyti er form þeirra mismunandi rétt 185
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.