Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Qupperneq 73

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Qupperneq 73
Þritug þjódvilla og ósigra haldið vakandi þeirri hugsjón að enn sé ekki allt glatað, þjóðin geti endurheimt sjálfsvirðingu sína og sjálfsforræði, endurvakið trúna á eigin getu og hugkvæmni til að ráða framúr vandamálum sínum. Við höfum líka átt verulegan þátt í að móta viðhorf umheimsins til Islendinga í þá veru, að þjóðin sé ekki upptil hópa auðnulaus betlilýður þó hún lúti forsjá þýlundaðra og metnaðarlausra pólitíkusa. Þetta kann að sýnast stórt tekið uppí sig, en ég get af margháttaðri reynslu víða um heim trútt um talað: hugsandi menn i mörgum löndum gera sér ljóst að á Islandi er virk og öflug andspyrna gegn ásælni og yfirdrottnun Bandaríkjastjórnar og þeir veita okkur að minnstakosti siðferði- legan stuðning og líta á okkur sem samherja i þeirri breiðfylkingu báðumegin járntjalds sem berst gegn heimsvaldastefnu tröllveldanna. Þó oft hafi blásið harkalega á móti okkur í baráttunni er það trúa mín og sannfæring, að tíminn vinni með okkur, að smáþjóðir heims geri sér æ betur Ijóst að lífshagsmunir þeirra liggja ekki undir verndarvæng tröllvelda grárra fyrir járnum, heldur í samstöðu og andófi smælingjanna gegn blindri valdaflkn herveldanna. Sá tími hlýtur að renna upp, ef veröldin á sér yfirleitt nokkra framtíð, að risarnir molni einsog Mökkurkálfi leirjötunn í goðsögninni, og þá mun smáþjóðunum verða lífvænt. En framtil þess tíma er lífsnauðsyn að þeir menn allir haldi vöku sinni sem stunda á viðgang lands, þjóðar og tungu, þeirrar þrenningar sem ljær mannlífi á þessu útskeri lit, tón og tilgang. Þegar ég var í barnaskóla fyrir 40 árum var okkur kennt ljóð Einars Bene- diktssonar um Reykjavík og þótti boðskapur þess sjálfsagður, þarsem segir: En þó við Flóann byggðist borg með breiða vegi og fögur torg og gnægð af öllum auð — ef þjóðin gleymdi sjálfri sér og svip þeim týndi, er hún ber, er betra að vanta brauð. Þetta var í miðju stríði og samt hafði peningaausturinn ekki enn glapið mönnum sýn til þeirra muna, að þeir kynnu ekki að meta slíkan kveðskap. Hve margir íslendingar gætu tekið undir orð skáldsins á þessum degi? Því svari hver fyrir sig og láti svarið verða sér hvöt til að efla andófið. Við megum gjarna vera þess minnug að hann var ekki ýkjastór hópurinn sem hélt á loft hugsjón íslenskrar endurreisnar á síðustu öld. Heiðrum minningu hans með því að láta ekki deigan síga! 191
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.