Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Qupperneq 83

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Qupperneq 83
Það er menning . . . — Ætli ég megi ekki segja að áhuginn á kvennapólitík sé meðfæddur. Mjög sterkar, duglegar og sjálfstæðar konur einkenna báðar ættir mínar. Mamma vann úti alla tíð og hafði lítinn áhuga á börnum og heimilishaldi. Móðir hennar var kaupsýslukona. Hún átti og rak rammagerð og ferðaðist í verslunarerindum um alla Evrópu. Hún átti fjögur börn en hjónabandið fór út um þúfur. Afi missteig sig smávegis en slíkt gat amma ekki þolað og skildi við hann. — Mér kom aldrei annað til hugar en ganga menntaveginn og fá mér síðan starf. Fyrst las ég heimspeki og fleiri húmanísk fræði. Öll þau vísindi fannst mér þó of óraunveruleg og fjarri lífinu i kringum mig til að ég gæti sökkt mér niður i þau af alvöru. Raunverulegan tilgang með háskólanámi fann ég ekki fyrr en ég kom i félagsfræðina. Þar fann ég þá tengingu á fræðikenningu og veruleika sem ég hafði verið að leita að. Lokaverkefni mitt fjallaði um verkalýðshreyfinguna í Svíþjóð meðan hún enn var byltingarsinnuð. Ung varð ég hugfangin af þeim sem ekki láta kúga sig, fólki sem í alvöru rís upp og mótmælir óréttlæti og kúgun og stendur við skoðanir sínar. Það gerðu gömlu verkalýðskempurnar. Nú er ég að vinna að rannsóknarverkefni um konur og kjör þeirra i Sviþjóð eftir stríð. — Svo hef ég kennt heilmikið og skrifað blaða- og tímaritsgreinar um margvísleg málefni, s. s. um fjölskyldumál, um unglinga og kynfræðslu að ógleymdum skrifum minum um kvennabaráttu og kvenfrelsismál. Þó að skoð- anir mínar hafi breyst í ýmsum greinum frá þvi að ég fór að skrifa um félagsleg mál, er þar að finna ákveðna línu, trúna á konur og mátt þeirra til að koma fram djúpstæðum þjóðfélagslegum breytingum. — Eg ætti kannski að láta fljóta hér með að ég er að mörgu leyti dæmigerð áttunda-áratugs-manneskja. Eg hef verið með i mörgum baráttuhópum auk kvennahópanna. Eg var virkur marxisti í mörg ár, ég reyndi fyrir mér með önnur sambýlisform en kjarnafjölskylduna, bjó í kollektívi í nokkur ár. Nú bý ég ein með 13 ára dóttur minni, hún heitir Sara. Og Eva heldur áfram frásögn sinni og segir nú frá starfi sinu í Grupp 8, þróun kvennabaráttu í Sviþjóð 1970—1975 og uppgjöri sínu við marxismann. — Já, ég var með í að stofna Grupp 8 hér i Gautaborg. Við nefndum okkur eftir hópnum í Stokkhólmi sem var fyrsti kvennahópurinn í Svíþjóð, stofnaður 1970. Leiðandi í Grupp 8 voru marxiskar stúlkur. Flestar voru þær kornungar en vanar pólitísku starfi i róttækum flokkum. Ég var sú eina í mínum hópi sem átti barn og kannski var það þess vegna sem mér fannst erfitt að sætta mig við þá skoðun, sem ríkti í hópnum, að börn væru konum ekkert annað en hindrun. Þau stæðu i vegi fyrir því að konur gætu orðið jafngjaldgengar á vinnumarkaðnum 201
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.