Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Qupperneq 85

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Qupperneq 85
Það er menning . . . varð okkur ljóst hversu vandamál velferðarsamfélagsins voru orðin gífurleg og að þau yrðu ekki leyst samkvæmt marxískri hugmyndafræði. Og heldur ekki eftir kratískum leiðum né með neinum þeim ráðum sem valdhafar og pólitíkus- ar iðnveldanna hafa yfir að ráða. Eitthvað alveg nýtt og eðlisólíkt varð að koma til. Við fórum að kafa dýpra í málin og uppgötvuðum glataða menningu, kvenna- menninguna. Það varð mér mikil reynsla að skynja skyndilega allan hinn forna kvennaheim, heila veröld sem hefur verið vandlega falin um aldir. Þar með sagði ég skilið við jafnréttishugmyndina. Ég vildi ekki verða eins og karlar, þvert á móti vildi ég fá frelsi til að vera kona. Það frelsi er ekki til og enn fjarlægara en jafnréttið. — Um leið gerði ég endanlega upp við marxismann. Eg viðurkenndi fyrir sjálfri mér að marxistar hafa aldrei reiknað með konum í alvöru og að kvenna- kúgun hverfur ekki með breyttum framleiðsluháttum. Kynferðisleg kúgun er nefnilega miklu eldri en stéttakúgun. Að mínu áliti hefur marxisminn bæði tafið fyrir konum í kvennabaráttu, leitt þær á villigötur og sundrað þeim. Borgara- og millistéttarkonur eru samkv. þeirra hugmyndafræði stéttaand- stæðingar verkakvenna. Það er heimskulegt að halda slíku fram. Þó að þessir hópar kvenna séu ólíkir í mörgu og búi i mörgum greinum við ójöfn ytri kjör, er reynsluheimur þeirra sem kvenna hinn sami. Allar þessar konur eiga sér sömu kvennamenningu og allar búa við sömu kynferðislegu (hugmyndafræðilegu) kúgunina. Með auknum fjárráðum almennings hafa lífskjör þessara þriggja kvennahópa auk þess jafnast talsvert. Við skulum líka athuga hvað marxistar sjálfirgera þegar þeir komast til valda. Jú, þeir ,,leyfa“ konunum að vinna úti eða réttara sagt, þær verða að gera það. En þær verða einnig að sjá um alla endurframleiðsluna, þ. e. barnauppeldi, og heimilisstörf. Þeim er bönnuð kyn- fræðsla og getnaðarvarnir og loks á 4. áratugnum koma stjórnvöld sér upp hetjumæðrum, sem fá verðlaun fyrir að eignast sem flest börn. Þannig er kvenfrelsi marxista i Sovétríkjunum og A-Evrópu. — Marx sjálfur talaði af heitu hjarta. Hann hafði sterka tilfinningu fyrir lífinu í kringum sig. Barátta marxista var líka lifandi fyrir 10 árum. Þá börðust þeir fýrir og með kúguðum hópum víða um heim. Sá marxismi sem nú er iðkaður er hins vegar orðin hrein miðalda skólaspeki en ekki lifandi baráttu- hreyfing. Kúguðum og valdalausum hópum gagnar lítið framtíðarhugsjónin um valdatöku verkalýðsins. Þeirra líf er hér og nú. Sérstaklega á þetta við um konur. Þær finna meira en karlar fyrir daglegum vandamálum. Allt sem lýtur að heimili og börnum er í þeirra umsjá og það hvorki sjá karlar né skilja. Það er mín skoðun að ef menn eru ófærir um að takast á við vandamál hversdagsins, þá búi þeir ekki yfir þeim krafti sem þarf til að gera byldngu. 203
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.