Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Síða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Síða 88
Tímarit Máls og menningar skepnur. Þetta var aðalinntakið í kvennamenningunni fornu og hún erfðist frá móður til dóttur. Með iðnvæðingunni skreppur þessi menningarheimur saman hægt og bítandi. Ytri heimurinn, karlaheimurinn, og innri heimurinn, kvenna- heimurinn, eru aðskildir. Og ekki bara það, heldur er kvennaheiminum afneitað. Það er látið líta svo út sem hann sé ekki til. Hann er gerður ósýnilegur og loks brotinn niður með öllu. — Allt tók þetta langan tíma oggekk trúlega ekki átakalaust fyrir sig. Líklegt er að ofsóknirnar á hendur galdranornum, sem stóðu linnulaust í 200 ár, hafi verið fyrsta stigið i afvopnun kvenna. — Næsta stig ergoðsögnin um „góðu konuna". Þá skapast myndin af hinni fórnandi, kristnu móður og um leið er sektarkenndinni dembt yfir konur. Þriðja stigið og það sem nú stendur yfir einkennist af því sem ég kalla einangrunar- hyggju. Konur verða fórnardýr neysluhyggjunnar og þær sjálfar verða söluvara og kyntákn. Leikfang karlmannsins. Hámarki nær þessi þróun og afneitun á kvennamenningunni með myndun stórborga. Þar hefur öllum lífsskilyrðum manna verið umsnúið og mannlífinu þröngvað til að lúta lögmálum tækninnar og stórborgarinnar. Samfélagið, sem er rúmlaust hugtak, er sett yfir mannfólkið og því skipað að lúta lögmálum þess. Lögmálum sem ekki eru annað en ákveðið skipulag i hinum ytra heimi. Vitaskuld er maðurinn miklu stærri en samfélagið. Hann er lifandi vera, andleg vera, óendanlega auðug innra með sér og hann þarf miklu stærra rými bæði fyrir líkama og sál en stórborgin leyfir. — Nú er svo komið að konur standa uppi heimilislausar og án sjálfsmyndar. Eftir að búið var að svipta þær sinni náttúrlegu kvenímynd, hafa þær stöðugt verið að leita hennar og farið í því skyni ýmsar leiðir. Ein er að verða kyntákn fýrir karlmanninn, önnur að samsama sig körlum og taka upp þeirra sjálfsmynd. Það hafa konur gert í auknum mæli eftir að þær fóru að fara út á vinnumark- aðinn. Þær hafa ekki átt annars úrkosta. Þetta samfélag sem karlar hafa skapað þeim og börnum þeirra er hið eina sem þeim stendur til boða auk heimilisins, sem þrengt hefur verið að til hins ýtrasta. Það eru þessar aðstæður sem skapa togstreituna í lífi kvenna. Konur eiga sér rætur í leifunum af gamla kvenna- heiminum, honum er hins vegar ekkert rúm ætlað, þar með hefur þjóðfélags- legum grunni verið kippt undan konum og nú svífa þær í e. k. tómarúmi. Það eina sem þær geta gert er að hoppa yfir í karlaheiminn. Hann er þeim hins vegar framandi, þær kunna þar ekki við sig og sjálfsmyndin verður óskýr og veik. — Hvorki jafnréttissinnum né ráðamönnum kom til hugar að það yrði neinum vandkvæðum bundið að kippa svona fótunum undan konum, 206
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.