Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Side 91
Jan Kott
Shakespeare á meðal vor —
Lát Róm í Tíber bráðna
. . . frckir varðmenn
grípa’ okkur einsog skækjur; keskniskáld
kveða’ okkur leirburð. Trúðar setja á svið
snöggsoðna leiki’ um okkur, sýna svall
í Alexandríu. (Anton og Kleópatra, V,2)
Upphafið á Anton og Kleópötru er stórfenglegt, eitthvert hið ágætasta upphaf á
leik, jafnvel leik eftir Shakespeare. Það er örstutt, og býr þó yfir öllu. Þar birtist
hugmið verksins, persónurnar, heimurinn sem þær lifa í, allt vænghaf harm-
leiksins. Elskendurnir miklu hafa ekki sézt enn. Aðeins vinir Antons eru á
sviðinu, og ræðast við:
. . . sjáðu hvernig hann,
einn af þrem stólpum heimsins, hefur breytzt
í skrípi handa skækju. Sjáðu til.
Anton og Kleópatra koma. Og hefst nú glóandi samtal; hvert orð þrungið af
merkingu:
Kleópatra. Ef það er sönn ást, segðu þá hve mikil?
Anton. Einungis húsgangs-ástir verða mældar.
Kleópatra. Ástinni mun ég setja takmörk sjálf.
Anton. Þá þarftu að nema nýja jörð og himin. (1,1)
Þegar hér er komið, birtist sendiboðinn, án þess að spennan slakni eitt andartak.
Hann segir aðeins eina setningu: „Boð frá Róm herra.“ Nokkrar hvassar
setningar í viðbót; tólf, fimmtán línur eða svo; og þá hrópar Anton; hann skorar
veröldina á hólm:
Lát Róm í Tíber bráðna, og víðan boga
hins háa ríkis hrynja! veröld mín
er hér; allt konungsvald er leir; vor jörð
fæðir af skarni skepnur jafnt sem menn;
tign lífsins hefur valið vettvang sinn
í þessu trausta tvístirni. (Hann faðmar Kleópötru.)
209