Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Side 105
Þjóðarmorð í El Salvador
5. A grundvelli allra þeirra gagna sem fram voru lögð varð niðurstaða dóm-
stólsins sú að hermdarverk i E1 Salvador væru hluti hrottalegra ofsókna herfor-
ingjastjómarimar gegn öllum andstœðingum sínum, en pann hóp fyllir meirihluti
salvadorskupjóðarinnar. Athygli skal vakin á því að i munnlegum málflutningi
fyrir dómstólnum fordæmdi fulltrúi stjómarflokksins, Kristilegra demókrata,
ekki ofbeldi hers og öryggissveita. Hann varði ofbeldisverkin, sagði þau nauð-
synleg til að hafa hemil á skæruliðum sem berðust gegn „byltingu frelsisins“, en
því nafni nefndi hann það sem á sér nú stað í E1 Salvador.
6. Síðast en ekki síst: Margir salvadorskir lögfræðingar báru því vitni að ekki
einn einasti maður hefur verið dreginn til ábyrgðar fyrir líkamsmeiðingar og morð
peirra 12.000 borgara sem drepnir hafa verið til pessa, ne'heldur fyrirpyndingar á ótal
mönnum öðrum.
III. Umbœtur í landbúnaði
Svokallaðar landbúnaðarumbætur eru aðeins enn eitt tæki ógnarstjórnarinnar
til að hafa hemil á smábændum og leiguliðum og hræða þá. Vitnisburður
bænda og fyrrverandi starfsmanna Stofnunar til umbóta í landbúnaði var mjög
trúverðugur og sannfærandi. Áætlunin var skipulögð og stjórnað af banda-
rískum embættismönnum sem báru ábyrgð á sams konar aðgerðum í Víetnam
og á Filippseyjum, og markmið „umbótanna“ var að útrýma forustu bænda-
samtakanna. Áætluninni var hrundið af stað 6. mars 1980, daginn eftir að
hernaðarástandi hafði verið lýst yfir. Þar með var allt málfrelsi, prentfrelsi og
fundafrelsi sjálfkrafa afnumið um allt landið og heimilaðar fangelsanir án dóms
og laga. Landbúnaðarumbæturnar voru notaðar sem réttlæting fyrir vopnuðu
hernámi alls landsins. Að því er segir í skýrslu erkibiskupsembættisins til
dómstólsins hefur landbúnaðaráætlunin „verið tæki til þess að beita smábændur
og leiguliða kúgun og ofbeldi í þeim tilgangi að ónýta samtök þeirra.“ Pierre
Schori, alþjóðaritari sænska sósíaldemókrataflokksins, kallaði þetta „umbóta-
stefnu dauðans".
IV. Ihlutun Bandaríkjastjórnar í El Salvador
Herforingjastjórnin gæti ekki haldið velli án fjárhags- og hernaöaraðstoðar
Bandaríkjastjórnar sem ber þar með höfuðábyrgð á ógnaröldinni í E1 Salvador.
Að sögn eru þegar 800 bandarískir ráðgjafar i E1 Salvador eða stærsti hópur sem
bandarísk stjórn hefur sent til ríkis í Rómönsku Ameríku síðan innrásin var
223