Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Síða 111

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Síða 111
Skólaumbatur og skólagagnrýni 2) I sjálfri gerð auðskipulagsins er ákveðin dulgerving. Á sama hátt og gildi breytist í verð og gildisauki i gróða á samfélagsyfírborðinu birtist gildi vinnu- aflsins þar í afskræmdu formi sem laun vinnunnar. Á þessu yfirborði eru allir samfélagsþegnar frjálsir og jafnréttháir vöruseljendur. Þeir selja að vísu mis- munandi vöru og hafa misjafna tekjustofna — þ. e. vinnuafl eða auðmagn — en ríkið birtist sem óháður aðili sem tryggir frelsi, jafnrétti og viðhald tekjustofn- anna. Aðild verkalýðs að ríkisvaldinu er á engan hátt andstæð auðmagnseðli þess. Innan ramma kapítalísks vaxtar er mikilvægt að tryggja viðhald vinnu- aflsins, og til þess arna eru fulltrúar vinnuaflsins sjálfs mætavel fallnir, notabene fulltrúar sem valdir eru á grundvelli yfirboróshagsmuna verkalýðsins (verndun tekjustofnsins vinnuafl) í gegnum verkalýðssamtök og þingflokka. Skilaboð um vandamál auðmagns berast ríkinu oft eftir krókaleiðum, þ. e. þau vandamál geta fyrst bitnað á ýmsum hópum vinnuafls. Lausn vandamálanna lítur þá e. t. v. út sem lausn á vanda verkafólks en er í raun lausn á auðmagnsvanda. Afskipti ríkis af samfélaginu ber ekki einungis að skoða í Ijósi þessara almennu ákvarðana. Miklu varðar að þau séu athuguð í samhengi við sögulega þróun auðmagns og verkalýðsbaráttu. Þótt auðmagnsgreining Marx taki fyrst og fremst til almennra eðlislögmála, en sé ekki lýsing á sögu kapítalismans, sýnir hann fram á ákveðin grundvallandi atriði um sögulega þróun. Hér á ég við ákvörðun Marx á söguskeiðum auðmagnsupphleðslunnar, sem hér verða rakin í afar grófum dráttum. Fyrsta skeiðið felst í útþenslu framleiðslubáknsins án meiri háttar breytinga á framleiðsluaðferðum. Þegar sú útþensla hefur að mestu útrýmt atvinnuleysi hækkar kaup og vinnuafl verður sums staðar ófáanlegt. Þá tekur við skeið tækninýjunga, — fjárfestingar leiða ekki lengur til fjölgunar starfsfólks heldur fækkunar. Jafnframt gerbreytast framleiðsluaðferðir. Frumkvöðlar tækni- nýjunganna fá fyrst í stað stóraukinn gróða, en smám saman jafnast hann út, og smám saman færist áherslan yfir á minniháttar tækninýjungar sem auðvelda vinnuhagræðingu og annan sparnað. Þá er svo komið að fastafjármagnið hefur vaxið gífurlega en sú lifandi vinna sem hreyfir draslið og skapar verðmætin dregist heldur saman. Auðmagnskreppan verður nú ekki lengur umflúin. Á uppgangsskeiðum auðmagnsupphleðslunnar stendur verkalýðurinn vel að vígi til kjarabaráttu. Auðmagnið verður oft að kaupa vinnuhagræðingu og aukið vinnuálag háu verði með ákvæðisvinnu og beinum launahækkunum. Þensla vinnumarkaðarins auðveldar verkalýðnum jafnframt að ná fram kröfum um þolanlega vinnutilhögun. En þegar auðmagnskreppan er skollin á og atvinnuleysi orðið mikið brýtur auðmagnið þessa ávinninga á bak aftur, hvern af 229
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.