Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Side 123

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Side 123
Umsagnir um bœkur Það angar allt af steinolíu og hreinalykt á bænum þessa daga. Þið angið lika. Þú finnur steinoliulykt af Guðlaugi einn daginn, þegar þið eruð að koma heyi í hlöðuna. Hún Helga hefur þó aldrei þvegið honum um hárið og skeggið, þú veist það ekki, en mikið ertu feginn að finna steinolíu- lykt af honum lika. Persónur í sögunni eru ljóslifandi og margbrotnar, bæði heimilisfólkið á Hrauni og fólkið sem við hittum í kaup- staðnum þann tíma sem Garðar er heima í orlofi. Best er persónusköpun drengsins sjálfs. Þótt hann sé í miðju sögunnar og við sjáum allt með hans augum þá sjáum við hann sjálfan samt best. Hann er afar tilfinninganæmur drengur sem sveiflast milli gleði og sorgar alla leið, eins og börn gera. Og höfundur leyfir honum að sveiflast öfganna í milli án þess að taka í taumana og sýnir víða dirfsku sem er sjaldséð í barnabókum. Bókin er líka djörf í frásagnarhætti eins og menn hafa tekið eftir í tilvitnunum hér að framan, og það er eflaust frásagnar- hátturinn sem hleypir sögumanni svona nálægt persónu sinni tilfmningalega. Sag- an er sögð í annarri persónu. Sögumaður stendur til hliðar, fylgist með Garðari og ávarpar hann, segir honum frá því sem gerist en tekur þátt í því um leið. Mér finnst enginn vafi leika á því að hér sé Hreiðar Stefánsson sjálfur að ávarpa sig sjálfan ungan dreng þótt ekki heiti þeir sama nafninu. Hann hefur skynjun tveggja heima í hjarta sér, eins og Tómas Guðmundsson í Kvöldljóði um draum. Við erum fyrst og fremst vön þessum frá- sagnarhætti úr Ijóðum, ég man ekki til að hafa nokkurn tíma heyrt um skáldsögu sagða i annarri persónu. En í barnabók af þessu tagi á hún vel heima, færir söguna alveg til barna og gerir upplifun hennar sterka. Silja Aðalsteinsdóttir. BARNIÐ í SAMFÉLAGINU1 Efni þessa rits er tilhögun og niðurstöður rannsókna, sem hófust 1965 undir stjórn Sigurjóns Björnssonar og ná til 1100 barna 5 — 15 ára, 100 á hverju ársbili ald- urs. Upphafsrannsóknin tók tvö ár, en síðan hefir bókarhöfundur unnið að margþættum rannsóknum á því efni, sem safnazt hafði. Aðalmarkmið sitt segir hann vera að leiða í Ijós eðli og tíðni geðrænnar veiklunar hjá börnum, svo og tengsl hennar við félagslegt umhverfi barnsins. I framkvæmd verður könnun hans miklu víðtækari, nær m. a. til greindarþroska og menntunar, til starfsstéttar og heimilis- hags foreldranna. Fram kemur, að tauga- veiklun er alltíð meðal barnanna, en mis- örðug og þrálát. Aðgreind eru þrjú stig: góð, miðlungs og slæm geðheilsa. Lakasta stigið merkir, að barnið þarfnist meðferð- ar. Tafla 8 sýnir tíðni 26 einkenna, sem eru talin benda til taugaveiklunar. Þau eru nokkru tíðari hjá drengjum en telpum, en finnast í heild hjá nál. 5. hverju barni. Upplýsinga er aflað með prófunum og annarri könnun á hverju barni, en með viðtali við móður þess um það sem snertir uppruna, menntun og störf foreldra. Til gleggra yfirlits er foreldrum skipað í starfsstéttir samkvæmt menntun og at- 1 Sigurjón Björnsson: Börn i Reykjavík. Rann- sóknamiðurstöður. Iðunn 1980. 168 bls. 241
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.