Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Side 16
Tímarit Máls og menningar
leikhúsi getur einhver kraftur brotist skyndilega fram, líkt og fyrir tilviljun,
og hver hugmyndin annarri betri hrannast upp með eldingarhraða. En slíkt
lán er sjaldséð og það liggur í augum uppi að leyfi skipulagið ekki nema
þriggja vikna æfingar á hverri sýningu kemur það niður á öllum þáttum
sýningarinnar. Þá er ekki hægt að gera listrænar tilraunir eða taka einhverja
áhættu sem máli skipti. Leikarinn og leikstjórinn verða að skila vörunni á
tilsettum tíma, annars verða þeir reknir. Auðvitað er hægt að fara illa með
tímann og eyða mánuðum í tilgangslaust málæði og æfingar sem ekki skila
neinum árangri. Eg hef séð Shakespeare-sýningar í Rússlandi sem höfðu
verið undirbúnar með umræðum og rannsóknum í tvö ár en voru þó á
engan hátt betri eða frumlegri en það sem nýstofnaður leikflokkur getur
hróflað upp á fáeinum vikum. Ég hitti þar einnig leikara sem æfði hlutverk
Hamlets í sjö ár en fékk þó aldrei að leika það sökum þess að leikstjórinn
dó áður en kom að frumsýningu. Á hinn bóginn er staðreynd að rússnesk-
ar sýningar sem hafa verið æfðar árum saman eins og í leikhúsi Stanislav-
skýs komast á það stig sem við látum okkur nægja að dreyma um. Berliner
Ensemble, leikhús Brechts, notar tímann einnig vel; þar er hver ný sýning
æfð í u. þ. b. ár og nú getur leikhúsið sýnt fjölmargar frábærar sýningar
hvenær sem er — fyrir fullu húsi. Jafnvel frá hákapítalísku sjónarmiði er
leikhúsrekstur sem þessi mun skynsamlegri en sá sem viðgengst þar sem
leikhúsin eru í höndum einkaaðila og algengt er að rándýrar sýningar
kolfalli. Á Broadway og í London eru sýningar sem falla miklu fleiri en
þær sem ganga og skila gróða, en beinharðar tölur virðast samt ekki nægja
til að grafa undan trú manna á þetta fyrirkomulag.
Listrænar afleiðingar þessa ástands eru alvarlegar. Skipulagið er mis-
kunnarlaust, lífsbaráttan hörð og menn verða að vera tilbúnir til að beita
sjálfa sig og aðra harðneskju, ætli þeir að fleyta sér áfram. Á Broadway
verður hver einasti listamaður, hvort sem hann er leikari, tónlistarmaður,
leikmyndateiknari eða ljósamaður, að eiga umboðsmann sem gætir hags-
muna hans því að þarna eru menn látlaust í hættu. Manni þætti ekki óeðli-
legt að þetta ástand fæddi af sér andrúmsloft ótta og öryggisleysis, en
reyndin er sú að á Broadway ríkir hástemmd glaðværð með yfirmáta til-
finningasemi og vinsemd á alla bóga og er það bein afleiðing af þeirri
stöðugu spennu sem menn búa við. Oneitanlega ber þessi yfirborðslega og
hrjúfa framkoma vott um skort á tilfinninganæmi og maður finnur sjaldan
það hávaðalausa öryggi sem er forsenda þess að þora að tjá sig af einlægni.
Á Broadway eru menn ófeimnir við að tjá sig hispurslaust en það á ekkert
skylt við það næma gagnkvæma trúnaðartraust sem skapast af langri við-
kynningu og náinni samvinnu. Bandarískir leikarar öfunda breska leikara
af þessum sérstaka næmleika og þess vegna reyna þeir oft að temja sér
382