Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Síða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Síða 41
Pilturinn sem fór útí heim bergjunum“ (Max Liithi, Márchen, Stuttgart 1974, bls. 100). Á hinn bóginn hafa þjóðfræðilegar rannsóknir leitt í ljós, að ævintýri voru sögð af fullorðnum fyrir fullorðna á þeim tímum meðan þau lifðu enn lífi munn- mælasagna. I formi ævintýraskáldskapar, sem í mörgum tilvikum tekur mið af ævintýrum og munnmælasögum, gera höfundar rómantísku stefnunnar ævintýrið ekki aðeins að sjálfstæðri skáldskapargrein, heldur og að höfuð- grein rómantískra bókmennta yfirleitt. I annan stað er þessi bók- menntagrein helguð bernskunni að því leyti að bernskan er það meginstef sem um er fjallað, en það samræmist fyllilega sjálfsskilningi hins rómantíska viðhorfs. I þessu sambandi verður að hafa í huga að ævintýra- leikrit og ævintýrasögur voru ekki efni sem ætlað var börnum sérstaklega, nema í fáeinum undantekningartilvikum. Það hlýtur að teljast fræðilega réttlætanlegt að nota hugtakið bernska sem lykilhugtak til skilnings á rómantísku stefnunni. Á hinn bóginn er sú ályktun engan veginn réttlætanleg, sem gengur einsog rauður þráður í gegnum allar barnaleikhúsbókmenntir, að unnt sé að skýra sérstæði bernskunnar — líkt og í áðurnefndum dæmum — með skírskotun til hug- taka sem rekja má til rómantísku stefnunnar, svosem hið „furðulega“, „ómeðvitaða“, „leyndardómsfulla" og „óraunverulega“. Bernskan var vissu- lega blákaldur raunveruleiki á dögum rómantísku stefnunnar; rómantísk bernska hefur hinsvegar aldrei verið til nema sem borgaralegur heilaspuni. Mig langar að víkja aftur að rökhyggju svonefndra upplýsingarmanna og vitna í því sambandi til orða Melchiors Schedlers um barnaleikhúsið. En hann segir m. a.: „ . . . í einn stað liggur það beinast við, þegar tekið er mið af sönnum skilningi á barnssálinni, að vísa slíkri „einsýni" (Schematismus) á bug. I annan stað er nærgætni okkar sjálfra í garð barnssálarinnar, sem var með öllu óþekkt á dögum upplýsingarinnar, komin útyfir öll skynsemis- mörk og orðin að steinrunninni hugmyndafræði, sem á að réttlæta það að börnum sé haldið í menningarlegri einangrun, fjarri öllum raunveruleika. Uppeldisfrömuðum þeirra tíma, sem kenndir voru við upplýsingu, kom ekki til hugar að veita börnunum sérstöðu með því að svipta þau ákveðnum réttindum og halda þeim í andlegri sóttkví. Jafnvel þótt sú krafa væri harðneskjuleg að börnin yrðu skilyrðislaust að haga sér einsog fullorðnir, þá fól hún jafnframt í sér náttúrlega jafnréttishugsjón, sem við nútímamenn erum löngu búnir að glata.“ (Melchior Schedler, Kindertheater. Geschichte, Modelle, Projekte. Frankfurt a.M. 1974, bls. 31) Og þýski rithöfundurinn Walter Benjamin tekur í sama streng, þegar hann segir í bók sinni „Börn, æska og uppeldi": „Og þessi rökhyggja, sem menn brosa svo gjarnan að á 407
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.