Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Page 117

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Page 117
báðir eru ánægðir með skiptin. Þannig er haldið áfram uns það ástand hefur skapast að enginn vill skipta á neinu fyrir það sem í boði er. Þetta þýðir auðvitað að komin er upp staða þar sem ekki er mögulegt að skipta á vörum þannig að allir séu ánægðari en þeir væru án skiptanna. Þetta er sú staða sem nefnist Pareto-kjörstaða eftir ítölskum hagfræðingi. Pareto lagði mikla áherslu á að þótt auðvitað væri hægt að gleðja Jón með því að taka vörur frá Siggu og gefa Jóni, þá væri ekki hægt að segja hvort velferð heildarinnar ykist við þetta, vegna þess að það er einfaldlega ekki hægt að bera saman velferðaraukningu Jóns og vel- ferðarminnkun Siggu. Þetta hefur alla tíð verið mikilvægt atriði í kenningum frjálshyggjumanna eins og von Hayeks, Friedmans og slíkra manna. Það er ekki hægt að meta á hlutlægan hátt hvort velferð eykst þegar tekið er af þeim ríku og gefið til hinna fátæku. Það sem meira er: þeir sem þykjast geta ákvarðað slíkt eru að setja sínar einkaskoðanir ofar frelsi einstaklinganna; þeir eru að stíga fyrsta skrefið í átt til alræðisríkisins þar sem Stóri bróðir veit best um þarfir allra og sér fyrir öllum. Hvernig skyldi nú Birgir fjalla um þessi mál sem leika stórt hlutverk í bók hans? Jú, hann segir að Pareto- kjörstaða sé ástand þar sem „enginn einstaklingur getur aukið hagsæld sína án þess að draga samtímis úr hagsæld annarra, meira en velferdarauka hans sjálfs nam“. (bls. 34) Sem sagt þveröfugt við það sem Pareto sagði. Annað lögmál sem er eitt meginatriði í kenningum margra borgaralegra hag- fræðinga (þó ekki t.d. keynesista) er lögmál Says. Þetta lögmál segir að al- mennt offramboð af vörum sé Umsagnir um bœkur óhugsandi. I einfaldri vöruskiptaversl- un eins og á walrasískum markaði virð- ist þetta augljóst. Þegar einhver býður vörur sínar til sölu, þá er hann að gera það til að kaupa aðrar vörur í staðinn. Framboðið á vörum er samtímis eftir- spurn eftir vörum. Ef einhver aðili selur ekki vörur sem hann kom með á mark- aðinn er það vegna þess að enginn býð- ur honum í staðinn vörur sem hann vill frekar eiga. Þetta hefur því ekkert með sölutregðu að gera. Auðvitað getur það skeð að einhver fái minna fyrir vörur sínar heldur en hann bjóst við, en það breytir ekki heildarútkomunni. Framboð þessa manns af vörum hefur minnkað að verðmæti og það sama gildir um eftir- spurn hans eftir vörum, þannig að heildareftirspurnin heldur áfram að vera jöfn heildarframboðinu. Vandamálin varðandi lögmál Says koma í ljós þegar við yfirgefum hinn einfalda walrasíska markað og tökum með í reikninginn að vörur eru seldar fyrir peninga en ekki aðrar vörur og að fólk veltir fyrir sér hvenær best sé að kaupa og selja vörur; þ.e. það veltir því fyrir sér á hvaða markaðsdegi sé best að versla. Kaup og sala verða nú aðskilin í tíma og almennt offramboð á vörum verður mögulegt. Birgir fjallar auðvitað um lögmál Says, en hjá honum verður það að því að „allt sem framleitt er selst jafnóðum, vegna þess að enginn framleiðir vörur (afurðir), samkvæmt frjálshyggjuhag- fræðinni, sem hann getur ekki selt við tiltekið þekkt markaðsverð". (bls. 251) Gagnrýni á nýklassíska hagfræði. Birgir bendir stundum á rétta hluti í gagnrýni sinni á nýklassíska hagfræði. Þótt orðalagið sé að vísu flókið bendir hann réttilega (bls. 35) á að velferð eins 483
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.