Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Síða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Síða 13
Ólánsmerkið Það er beygur í mömmu við pollinn. Þangað sótti hún sjálf svo skelfing mikið þegar hún var stelpa. Hún man eftir svörtu augunum í honum og hvernig þau störðu á hana, seiðmögnuð og ógnandi. Það kom fyrir að hún gat ekki að sér gert, en lagðist niður á dúandi bakkann svo hún gæti betur horft í gegnum augun, ef ske kynni að eitthvað væri fyrir neðan. Aldrei sá hún þó neitt nema sortann. Stundum kom yfir hana sterk löngun til að reka fótinn niður í falskan botninn og vita hvort ekki kæmi stærra gat, svo hún gæti séð betur. Hún sat þó á sér, því hún hræddist að eitthvað kynni að vera niðri í hyldýpinu undir, sem gripi í fótinn og drægi hana til sín. Það fór hrollur um mömmu. Það væri hræðilegt ef drengnum hennar dytti í hug að fara niður að Lómapolli. Þessvegna sagði hún á hverjum morgni: „Þú mátt ekkert fara frá,“ og lagði áherslu á orðin. Þó nefndi hún hættuna aldrei með nafni, því það eitt gat vakið löngun hjá drengnum. Litli glókollurinn var kominn í essið sitt. Hlátrar hans urðu að freistingu í hjarta mömmu, svo hún gleymdi snöggvast sjálfri sér og eldhúsinu og öllu sem beið hennar og fór að slíta upp fífla. Leggirnir voru langir og þroskaðir og festarnar urðu stórar hjá henni. Drengur- inn fékk þá fyrstu og brúðan í kassanum aðra. Mæðginin hlógu dátt að ljúfunni; þó hálsinn á henni væri digur, náði festin langt fram yfir fætur. Mamma gleymir sér aldrei lengi, þessvegna ætlar hún inn eftir leikinn, en þá vildi drengurinn ekki missa hana. Bráðum kæmi slátturinn og þá yrði enginn tími fyrir hana til að leika, — hugsaði mamma og lét það eftir þeim báðum að vera ofurlítið lengur. Fallega glerkúlan með rauðu og gulu röndunum innan í, lá upp við vegginn, hún hafði oltið þangað þegar drengurinn hellti gullunum úr kassanum. Mamma ætlaði að velta henni til hans, en þegar hún beygði sig niður, rak hún augun í dálítið. „Nei sjáðu þetta,“ kallaði hún og benti á holu í veggnum. Drengurinn kom og sá eitthvað glitra í sólinni. „Þarna sérðu stóran og fallegan kóngulóarvef, líttu á hvar hún situr sjálf og bíður.“ Og í miðjum vefnum sá drengurinn kóngulóna og margar lappir sem héldu sér fastar. Mamma fór að segja drengnum sögur af því hvernig kóngulóin veiddi flugurnar. Sú var nú frá á fæti þegar eitthvað festist í vefnum. Stundum komst hún ekki yfir að éta allt, þá beit hún flugurnar til 483
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.