Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Side 23

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Side 23
Um þýðingar skilning, að minnsta kosti í einföldum reikningi. En niðurstöður til að mynda hagskýrslna er hægt að túlka eða þýða á ýmsa vegu og þá hefst vandinn. Hann stafar af því að slíkar skýrslur eru ekki aðeins hreinar tölur og útreikningur heldur nátengdar hag mannsins, lífi hans, trú, stjórnmálum og öðru. Jafn skjótt blasa erfiðleikarnir við í þýðingarstarfinu: hver maður skilur hagskýrslur með sínum hætti, jafnvel þótt hann beri ekkert skyn- bragð á þær. Oftast er að sá sem ber ekkert skynbragð á hagskýrslur hefur ákveðnastar skoðanir á þeim. Svipað gildir um lífið almennt. Orðin „ég elska þig“ eru auðskilin. Varla er hægt að hugsa sér auðveldari setningu í þýðingu. Hliðstæð setning er til á öllum tungum. Engu að síður hefur engum tekist að þýða hana þannig að merkingin verði skilin til hlítar. Samt trúa flestir að á bak við hana sé fullkomin tilfinning og merking. Hver efast um að hann hafi misskilið setninguna „ég elska þig“ eða rangtúlkað hana? Lífið og væntanleg sambúð skera síðan úr um ágæti þýðingarinnar. Við heyrum því gjarnan fleygt að karlmenn skilji ekki konur. Aður heyrðum við að konur skildu ekki karlmenn. Sagt er að karlmenn skilji þýðingu kvenna aðeins á einn hátt: hinn líkamlega. Og sú þýðing þeirra er talin vera ótæk. A fundi sem haldinn var í Árnagarði fyrir tveimur árum átti að fjalla um sérstöðu kvennabókmennta og einn frummælandinn hélt því fram, þegar ég heyrði og skildi illa framígrip konu, að karlmenn gætu ekki skilið konur vegna þess að þær töluðu annað tungumál en þeir og þess vegna þýddi ekkert fyrir kynin að ræðast við. Andartak fagnaði ég því að skuldinni skyldi ekki vera skellt á heyrnarleysi mitt eða greindarskort, en fór síðan að íhuga. Eftir viðbragði frummælandans að dæma fer skilningur eða miskilningur eftir kyni viðkomanda en ekki viti eða öðru áþekku. Einhvern veginn sætti eg mig ekki við slíka skoðun, mig hafði ævinlega grunað að mismunandi skilningur eða misskilningur færi örlítið, ekki aðeins eftir greind mannsins, heldur líka eftir aðstæðum hverju sinni, heyrn eða sálarástandi, og að hið vaxandi skilningsleysi í samskiptum manna héldist í hendur við hið aukna öngþveiti í þjóðfélaginu. Um daginn las ég að konur sæju hlutina á annan hátt en karlmenn. Eftir þessu að dæma er sjóntaugin í körlum öðruvísi en í konum. Ég veit ekki hvort þetta er vísindalega sannað eða hvort farið hefur verið fram á að kennslubókum sem fjalla um augað verði breytt í því augnamiði að hinn retti lærdómur gangi í höfuð nemenda. Hitt veit ég að flest bendir til þess að því skólagengnara og menntaðra sem fólk er því betur trúi það að skilningur og sjón fari næstum einvörðungu eftir kyni mannsins. Eg veit ekki hvort augnlæknar skoða augun í karlmönnum með öðrum bætti en augun í kvenmönnum, en ég hef heyrt augnlækni segja: „Þið 493
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.