Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Page 24

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Page 24
Tímarit Mdls og menningar karlmenn lítið öðrum augum á hlutina en konur. Þó á þetta einkum við ykkur skáldin." Mér kom þetta dálítið furðulega fyrir sjónir, en fagnaði því að ég var samt ekki kominn með gláku. Eg vissi að áður var haldið að skáldin litu á allt með öðrum augum en aðrir menn. Það var á tímum lítilla mennta og auðvitað voru skáldin ánægð yfir sínum sérstöku augum, eins og konur eru nú kannski ánægðar yfir sínum. Þó langar mig að spyrja: „Sjá öll skáld eins? Sjá allar konur eins? Líta allir karlmenn sömu augum á hlutina?“ Kannski væri hægt að komast að viðhlítandi niðurstöðu í málinu, þeirri að allir menn séu ótvíræðir fulltrúar fyrir allt mannkynið og maðurinn hafi aðeins eina vídd og því aðeins hægt að þýða merkingu hans á einn veg: af kynferði hans, ef manneskjan væri sterkari á kynferðissviðinu en raun ber vitni. En kynið er ekki sterkara en það að tiltölulega auðvelt er að breyta karlmanni í kvenmann og öfugt, að minnsta kosti líkamlega séð og á ytra borði. Oft hef ég brotið heilann og spurt sjálfan mig hvor gerðin sé réttari, frumgerðin eða þýðing læknisins? Ætli læknum takist að þýða bæði formið og innihaldið, eðlið? Hvort er eðlið rétt á undan eða eftir aðgerðina? Við skulum vona að kynskiptingurinn sé réttari í þýðingunni. En úr þessu fæ ég líklega ekki skorið: hvort karlmaður fari að sjá og skilja sem kona eftir breytinguna, eða hvað kynskiptingurinn gerir við fortíð sína, fyrr en ég hef látið breyta mér og þekki slíkt af reynslunni. Að færa bókartexta yfir á aðra tungu er ekki jafn róttæk aðgerð og það að skipta um kyn. Þýðandinn reynir að kappkosta að eðli textans og innihald breytist sem minnst í meðförum þess hugar sem tekur sér á hendur að þýða bók. Eg veit ekki hvort þið skiljið samlíkingarnar sem ég hef borið fyrir ykkur. Ég skil þær ekki fullkomlega heldur. Vonandi eru þær samt ekki alveg út í bláinn. Og þó svo væri er kannski ekki hundrað í hættunni. Aður en ég skráði þær gáði ég talsvert rækilega í hug minn, velti hugmyndunum fyrir mér, leit í djúp sálarinnar. En ég veit að mannshugurinn er miklu meiri en einstaklingurinn, líkt og list listamannsins er meiri og æðri en hann sjálfur, og ég veit ekki hvort ég hef þýtt rétt það sem hugboðin sögðu mér og reynsla mín. Einhverju sinni sagði rannsóknarlögreglumaður mér að engar tvær mannsraddir væru eins eða hefðu sömu tíðni, og að auðveldara væri að þekkja mann á tíðni raddarinnar en á fingraförum. Ef þetta er rétt eru allir menn ótvírætt ólíkir öllum öðrum mönnum hvað röddina varðar. „Og því verður ekki breytt," sagði hann. Sjaldan skiptir höfuðmáli að geta greint í hverju menn eru ólíkir, nema kannski ef um afbrot er að ræða, heldur hvað þeir eiga sameiginlegt. En eftir 494
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.