Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Side 30

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Side 30
Tímarit Mdls og menningar mál er af þessum ástæðum afturhaldssamt, í tímans rás verður það tyrfið og jafnvel óskiljanlegt. Þetta mál sem hættir svo til að storkna verður þýðand- inn að þýða hverju sinni á lifandi mál. Þýðandi hins forna spænska texta verður að gera andlegan samning við frumtunguna og þá nýju. Líkt og í hverri sambúð verða báðir aðilar að láta undan. Hinir ósveigjanlegu kunna að segja um niðurstöðuna: Þetta er engin þýðing. Ellegar: Engin leið er að þýða verk eins og Don Kíkóta sem er svo samrunnið spænskri þjóðarsál. Þýðandinn er á öðru máli, og í trú sinni færir hann menningarlíkamann úr einum búningi í annan og vonar að sálin, innihaldið skaddist sem minnst í flutningunum. Það að þýða er trú á friðsamlega sambúð. Bækur eru þýddar af mismunandi hvötum. Sumir þýða þær af því að útgefandi fer fram á það. Aðrir þýða bók vegna þess að hún er metsölubók. Sumir þýða af hugsjón. Miklu máli skiptir að vandað sé til vals á bókum sem valdar eru til þýðingar. Nálægð útlendingsins er holl hverri þjóð. Utlendingum fylgir hreyfing. Það sama gildir um erlendar bækur. Eg hef aldrei þýtt bók að ósk annarra, heldur vegna stefnu minnar hvað þýðingar varðar. Stefnan er sú að þýða aldrei aðrar bækur en þær sem hafa haft margháttað gildi fyrir þjóðina sem ól þær af sér. Þjóðir fæða ritverk, höfundar ritverka eru aðeins milligöngumenn eða ljósmæður. En auðvitað eru til ritverk sem fæðast í trássi við vilja þjóðanna. Fæðing þeirra er einvörðungu háð vilja einstaklingsins, vilja hins einmana manns sem hefur svarist í fóstbræðralag við sjálfan sig, samvisku sína og siðferðiskennd. Oft er haft á orði að listamenn fái listamannastyrk af almannafé, og hann er jafnan talinn of hár. Mín skoðun er sú að listamenn veiti þjóð sinni meiri „listamannastyrk“ en þann sem þeir þiggja úr höndum fjárveitingavaldsins. Hinn raunverulegi listamannastyrkur er sá sem listamenn veita þjóð sinni með verkum sínum, því ef þau eru einhvers virði styrkist þjóðin við að eignast þau. Svo er líka að þótt listamaður hljóti styrk nýtur hann hans aðeins meðan hann lifir en þjóðin nýtur styrks listaverksins meðan hún hrærist andlega, og við skulum vona að líf þjóða sé lengra en líf lista- mannsins. Þýðingar mínar eru unnar í þessum anda. Eg veit reyndar að í kjarna sínum er hver athöfn hrein og sjálfhverf og í henni er engin hvorki sérstök merking né tilgangur. En óðar tekur athöfnin að sér hlutverk þýðingarinnar og öðlast tilgang, vitsmuni. Skáldverk er eins og allir vita tilraun höfundar til að endurheimta mannlífið, hrifsa það úr klóm tímans sem líður viðstöðulaust og stansar aldrei. Þetta á einkum við um skáldsöguna, hún er frelsun frá dauða, hún hvíslar að lesandanum liðinni tíð, er tengiliður. 500
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.