Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Qupperneq 31

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Qupperneq 31
Um þýðingar Oft hef ég á tilfinningunni að ég þýði ekki fyrir hinn almenna lesanda heldur miklu fremur í von um að hin þýddu verk geti haft eitthvert gildi fyrir þá sem stunda skáldsagnagerð, en hinn almenni lesandi nýtur auðvitað góðs af, ef hann kærir sig um það. Eg hef aldrei þýtt neitt af hreinni tilviljun heldur af stefnumarkandi vilja. Vegna stefnu minnar hóf ég fyrst þýðingar með Lazarusi frá Tormes. Sú bók leysti bókmenntir Evrópu úr viðjum miðalda, með sínu napra háði, enda er beiting háðsins vitsmunalega séð betur fallið til breytinga en „vitsmunalegur boðskapur" og því verða helst að fylgja formælingar og bölv, ljót orð, vegna trúarkrafts formælinganna. Engin trú er jafn einlæg og heit og sú sem er haldin formælingarkrafti, og háðið er æðsta stig vitsmuna vegna þess hvað það er óbundið, ekki bundið neinu nema frelsinu. Síðan eftir útkomu prakkarans Lazarusar var Don Kíkóti framhald á braut frjálsrar hugsunar, háð og ádeila á hneigðir mannsins, löngun hans til að stefna fram á við með því að endurvekja eitthvað, og þá helst fornar dyggðir, eins og þær að hjálpa lítilmagnanum, leiðrétta ranglætið, um hvað illa tekst til við slík réttlætisstörf. Lazarus frá Tormes og Don Kíkóti eru fyrstu skáldsögur Evrópu í nútímaskilningi. Þær spruttu úr þjóðarsál lands sem var fyrsta heimsveldi Evrópu á nýöld. Um leið og spænskir landvinningamenn flæddu yfir heiminn með vopn- um streymdu orð fornra dyggða af vörum kennimanna þeirra sem hugðust endurvekja fortíðina, dyggðir hennar og hjálpræði í hinum nýfundna heimi. Don Kíkóti, riddarinn með raunasvipinn, stundar sömu störf í heima- landinu. Hann siglir reyndar ekki um heimsins höf með reitt sverð á glæstum skipum, en hann ríður á bikkju sinni um heimalandið með mundaða lensu, og eins og hjá landvinningamönnunum er allt hans æði mótsagnir munns og handa. Enn hefur okkur mistekist að samhæfa munn- mn og hendurnar og mun líklega seint takast, og þess vegna er sagan um Don Kíkóta sígild.Verkin eru undirstaða sem hægt er að reisa á byggingu síðar, yngri verk nýrri bókmennta. En ef undirstöðuna vantar svífur allt í lausu lofti. Og íslenska menningu skorti bæði Lazarus og Don Kíkóta. Það að vera samstígur samtíð sinni er þungur vandi og oft ekki æskilegt að tölta á sama hraða og samtíðin. Kannski er engin leið að vera samstígur samtíðinni í hvívetna, vegna þess hvað mannsheilinn er hlaðinn rótgróinni fortíð. Viljinn og ímyndunaraflið, og kannski beiskjan og grimmdin, ýta manninum samt fram á við, hann þyrstir í að geta þýtt bæði það sem bjó í fortíðinni og býr í framtíðinni, langar til að bræða saman. Sú löngun er ætíð fyrir hendi hjá þeim sem gerir hvort tveggja, þýðir og semur skáldverk jöfnum höndum. Kannski er þessi meðvitund og löngun eftir samruna 501
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.