Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Side 37

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Side 37
Góðir lesendur og góðir höfundar sköpun bókarinnar er eðlilegt og sanngjarnt að neytandi hennar beiti sínu ímyndarafli við lestur hennar. En þar sem lesandinn er annars vegar er að minnsta kosti um tvær tegundir ímyndunarafls að ræða. Við skulum því líta á hvorri þeirra er réttara að beita við bóklestur. Fyrst er að geta þeirrar tiltölulega lítilsigldu tegundar sem sækir stuðning sinn í einfaldar tilfinningar og er tvímælalaust persónulegrar ættar. Við verðum fyrir sterkum áhrifum af aðstæðum í bók vegna þess að þær minna okkur á eitthvað sem hefur komið fyrir okkur eða einhvern sem við höfum þekkt eða þekkjum. A sama hátt getur lesandi haft bók í hávegum fyrst og fremst vegna þess að hún kallar fram land, landslag eða lífshætti sem hann minnist með söknuði úr eigin fortíð. Og einnig gerist það, og er það versta uppákoman, að lesandinn samsamar sig persónu í bókinni. Þetta er ekki sú tegund ímyndunarafls sem ég kysi helst að lesendur beittu. Hvaða tæki er það þá sem lesandinn á að nota? Það er ópersónulegt ímyndunarafl og listrænn unaður. Það sem ég held að þurfi að komast á er listrænt og samhljóma jafnvægi milli hugsunar lesandans og hugsunar höfundarins. Við ættum að standa eilítið fyrir utan verkið og hafa gaman af þeirri stöðu, um leið og við njótum til fullnustu, — njótum af ástríðu, njótum með tárum og hrolli — innra vefnaðar einhvers snilldarverks. Alger hlutlægni er auðvitað útilokuð í þessum efnum. Allt sem er ómaksins vert er að einhverju marki huglægt. Það getur til dæmis verið að þið sem sitjið þarna séuð aðeins draumur minn, og að ég sé ykkar martröð. En kjarni máls míns er að lesandinn verður að vita hvar og hvenær hann á að halda aftur af ímyndunaraflinu, og það gerir hann með því að gera sér glögga grein fyrir þeim sérstaka heimi sem höfundurinn fær honum til umráða. Við verðum að sjá og heyra hlutina, við verðum að sjá fyrir okkur herbergin, fötin, hegðun fólksins sem höfundurinn býr til. Það skiptir máli hvernig augu Fanny Price í Mansfield Park eru á litinn og hvernig litla, kalda herbergið hennar er búið húsgögnum. Við erum öll hvert öðru ólík að skapferli, og ég get sagt ykkur hér og nú að heppilegast skapferli fyrir lesanda er samtvinnun þess listræna og þess vísindalega. Einn sér hneigist hinn ákafi listamaður til að vera alltof hug- lægur í viðhorfi sínu til bókar, og því getur köld skynsemi vísindamannsins orðið til að tempra ofurhita innsæisins. En sé lesandinn sneyddur ástríðu og þolinmæði — ástríðu listamannsins og þolinmæði vísindamannsins — er hann tæplega fær um að njóta góðra bókmennta. Bókrnenntirnar fæddust ekki daginn sem drengur kom hlaupandi út úr skóginum í Neandersdal og æpti úlfur úlfur, og var með stóran, gráan úlf á 507
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.