Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Side 41

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Side 41
Samad Behrangi Sólarhringur í draumi og vöku „Kæri lesandi, Eg skrifaði þessa smásögu ekki til þess að þú breyttir eftir henni. Tilgangur minn er sá, að þú kynnist betur börnum þíns eigin lands svo þú megir finna lausn á þjáningum þeirra.“ Samad Behrangi. Ef ég ætti að segja frá öllu, sem gerðist á meðan ég var í Teheran, myndi það fylla margar bækur. Það yrði jafnvel leiðinlegt. Þess vegna ætla ég aðeins að segja frá síðasta sólarhringnum, sem mér fannst alls ekki leiðinlegur. En fyrst verð ég að segja frá því hvers vegna við pabbi komum til Teheran. Pabbi hafði verið atvinnulaus í marga mánuði, þegar hann ákvað loks að skilja mömmu, systur mína og bræður eftir í heimaborg okkar, og taka mig með sér til Teheran. Margir vina okkar voru þar fyrir og höfðu fengið atvinnu. Einn seldi ís, annar seldi gömul föt og sá þriðji seldi appelsínur. Pabbi hafði komist yfir handvagn og gerðist grænmetissali. Hann ferðaðist um með lauk, kartöflur, agúrk- ur og annað grænmeti. Við fengum okkur smá bita af því á hverjum degi °g sendum annað eins til mömmu. Ég var stundum í fylgd með pabba, en oftast var ég að selja tyggigúmmí og annað ámóta. En snúum okkur þá að efninu: Fyrir framan bankann þetta kvöld vorum við Ghassem, sonur Zivar happdrættismiðasölukonu, Ahmad-Hossein og ég, auk tveggja annarra, sem höfðu slegist í hópinn einni klukkustund fyrr. Við sátum á þrepunum og veltum því fyrir okkur hvert við gætum farið í teningaspil, þegar hinir tveir komu og settust hjá okkur. Þeir voru stærri en við. Annar þeirra var eineygður og hinn var í splunkunýjum svörtum skóm, en það skein í skítugt hörundið í gegnum gat á buxunum hans. Hann var enn aumkunarverðari en við í útliti. 511 L
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.