Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Síða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Síða 48
Tímarit Máls og menningar manninn í skápnum andspænis. Kolsvartur apinn tók munnhörpuna mína úr glugganum, renndi henni eftir þykkum vörum sínum og kallaði fram marglita tóna. Strætisvagnarnir og bílarnir voru fullir af dúkkum. Skriðdrekarnir, rifflarnir, skammbyssurnar og hríðskota- byssurnar spýttu kúlum sínum ótt og títt. Hvítir kanínuungarnir tíndu upp stórar gulrætur og nörtuðu græðgislega í þær. Mikilfeng- legastur allra var þó úlfaldinn minn. Hann hefði getað fellt allt um koll með minnstu hreyfingu, hefði hann viljað. Hann var svo stór, að hann komst varla fyrir í glugganum. Hann var á gangstéttinni á daginn og horfði á fólkið. Núna stóð hann í miðri versluninni og það heyrðist gling, gling í bjöllunni hans. Hann japlaði og starði stöðugt á klukkuna. Hópur af litlum hvítum úlföldum hrópaði: „Mamma, ætlarðu ekki að taka okkur með líka, ef þú ferð út?“ Mig langaði mikið til að tala við úlfaldann minn, en það var sama hvað ég hrópaði, hann heyrði ekki í mér. Eg gat ekki annað gert en sparkað í rimlana. Þá var þrifið í eyrað á mér og sagt: „Krakkinn er orðinn vitlaus. Svona, farðu heim að sofa.“ Eg varð að vera snar í snúningum. Eg losaði mig frá löggunni og tók til fótanna til að verða ekki seinni en ég var þegar orðinn. Þegar ég kom til pabba, hafði færst kyrrð og ró yfir göturnar. Einstaka leigubíll ók hjá. Pabbi svaf á handvagninum sínum og ég hefði þurft að vekja hann til að koma mér fyrir. Þarna sváfu líka fleiri á vögnum sínum og nokkrir lágu á jörðinni. Einn vina okkar var með ísbúð á þessum gatnamótum. Eg var alveg að detta út af. Eg lagði mig hjá handvagninum og sofnaði strax. Gling, gling, gling. „Hæhó, Latíf, hvar ertu? Af hverju svararðu ekki, Latíf? Af hverju kemurðu ekki með mér í gönguferð?" Gling, gling, gling. „Heyrirðu ekki til mín, Latíf minn? Þetta er úlfaldinn. Ég er kominn til að fara í gönguferð. Svona, fljótur, á bak með þig.“ Þegar úlfaldinn kom út úr veggnum, reis ég á fætur og flýtti mér á bak. Þegar ég hafði komið mér vel fyrir, sagði ég hlæjandi: „Ég er kominn á bak. Finnurðu það ekki?“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.