Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Side 52
Tímarit Máls og menningar
„Mér tókst ekki að selja kartöflurnar í gær. Ég á meira en helming-
inn eftir."
„Þú hefðir kannski átt að selja eitthvað annað.“
Hann svaraði mér ekki. Hann opnaði lásinn á koffortinu og tók úr
því tvo fulla poka, sem hann tæmdi í vagninn. Eg tók fram lóðin og
vigtina og kom þeim fyrir.
Við héldum af stað.
„Við skulum fá okkur súpu,“ sagði pabbi.
I hvert skipti, sem hann sagði þetta, vissi ég að hann hafði ekki
borðað kvöldmat.
Sonur miðasölukonunnar Zivar var sá fyrsti, sem ég hitti. Hann
hafði stöðvað vegfaranda og grátbændi hann: „Gerðu það fyrir mig,
herra, að kaupa af mér miða. Þú vinnur örugglega. Miskunnaðu þig
yfir mig.“
Vegfarandanum tókst að losa sig við hann með miklum erfiðis-
munum. Sonur Zivar tautaði nokkur blótsyrði fyrir munni sér og
slóst í för með okkur spottakorn.
Hann rétti miðabunkann að vegfarendum og endurtók í sífellu:
„Einn miða, herra. Einn miða, frú.“ Móðir hans gaf honum einn ríala
fyrir hvern seldan miða. Þegar hann hafði unnið sér fyrir mat, hætti
hann að selja og eyddi tímanum í gönguferðir, slagsmál og bíó. Hann
var ríkastur okkar allra. A hádegi var hann vanur að halla sér undir
brú og sofa í eina eða tvær klukkustundir. Hann fór á fætur fyrir
dagrenningu og fékk miðabunka hjá móður sinni til þess að missa
ekki af morgunviðskiptunum og til þess að ljúka vinnu sinni fyrir
hádegi. Hann langaði alls ekki til að eyðileggja eftirmiðdaginn með
miðasölu.
Þegar við komum að Naderi-breiðgötunni, hafði hann selt þrjá.
„Ég verð að vera eftir hér,“ sagði hann.
Einstaka sölubúðir voru opnar. Leikfangaverslunin var enn lokuð.
Ulfaldinn minn var ekki enn kominn út á gangstétt.
Mig langaði alls ekki til að lemja í rimlana og meina honum þannig
morgunblundinn. Ég lét hann því eiga sig og tók stefnuna upp í bæ,
til norðurs.
Skólabörnin streymdu út á göturnar. í hverjum bíl sátu einn eða
522