Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Page 65

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Page 65
Ástráðnr Eysteinsson Að gefa í boðhætti Módernismi og kvennapólitík í Gefið hvort óðru . . . eftir Svövu Jakobsdóttur Þegar smásagnasafn Svövu Jakobsdóttur, Gefið hvort öðru .... kom út í fyrra,1 hafa eflaust ýmsir lesendur talið að nú mætti vænta tímamóta á ferli hennar, enda 13 ár liðin síðan skáldsagan Leigjandinn (1969) birtist, og enn lengra liðið frá útkomu fyrri smásagnasafna, Tólf kvenna (1965) og Veizlu undir grjótvegg (1967). Slíkar væntingar kynnu að leiða lesendur til að áfellast bókina á fölskum forsendum, því í raun myndar hún brú yfir þetta árabil, þegar höfundur varði mestum tíma sínum til annarra starfa. Titil- sagan birtist t.a.m. hér í TMM þegar árið 1968 og einhverjar aðrar sögur munu hafa birst á prenti á áttunda áratugnum.2 Þessar sögur gefa einnig sjálfar tilefni til að vera skoðaðar sem nokkuð óslitið framhald af fyrri sagnagerð höfundar og settar í samhengi við hana. Fantasíur um konur Þegar ritað er um verk Svövu sýnist sérlega spennandi að nálgast þau frá tveimur sjónarhornum, er samsvara raunar viðurkenndri stöðu hennar í bókmenntalífi okkar. Annars vegar að skoða hana sem einn helstan módernista í prósagerð, en hins vegar sem höfund er í verkum sínum fjallar einkar meðvitað um „kvenlega reynslu" og jafnvel „kvenvitund“ (um þetta hefur Svava fjallað í athyglisverðri ritgerð: „Reynsla og raunveruleiki“ sem ég mun síðar vitna í3). Eitt meginmarkmið mitt, samhliða almennri greiningu, er að sjá hvernig þessir grunnþættir eru samofnir í sögum hennar. Þeir sem nálgast Svövu sem módernista munu fyrst festa auga á þeim verkum sem ljóslegast brjóta í bága við hefðbundið raunsæi, svo sem Leigjandanum og þeim smásögum sem byggjast á fantasíum. Mér sýnist það hafa verið lenska meðal gagnrýnenda að skipta sögum Svövu í tvo hópa: fantasíur og sálfræðilegt raunsæi, og sjálf ýtir Svava raunar undir þessa flokkun í fyrrnefndri ritgerð sinni. Ekki veit ég hversu haldgóð þessi sundurliðun er. Sé með fantasíum átt við furðusögur, sögur með atburðum sem ekki fást staðist sem hlutlægar lýsingar á raunveruleika þeim sem við þykjumst geta lagt á mælikvarða hyggjuvits, þá eru fantasíur Svövu ekki 535
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.