Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Qupperneq 68

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Qupperneq 68
Tímarit Máls og 'menningar að henni. Ég þykist þess fullviss að sálfræðilegir túlkendur myndu fljótt sjá í þessu táknlegar skírskotanir og leggja jafnframt áframhaldið út í þeim dúr: . í skelfingu barðist hún um í vatninu, sparkaði frá sér hyldýpinu. . (81) Nautið Kynferðisskírskotanir Svövu eru stundum ennþá ljósari en í „Sundi“, eins og sést í Leigjandanum og þó enn frekar, á sérlega magnaðan hátt, í smásögunni „Tiltekt". Myndasafnið sem konan í þeirri sögu er í erfiðleikum með að koma lagi á, virðist bera í sér ámóta almenna vísun á lífið og veisluglaumurinn og sundið í samnefndum sögum, en eins og í „Sundi“ vísar þetta fyrirbæri þó fremur til innra lífs konunnar, samansafnaðrar fortíðar og lífsreynslu í huga hennar, því „allt annað var í röð og reglu hjá mér. Alltaf. Það hefur alltaf verið tekið til þess hvað ég er myndarleg húsmóðir.“ (68) En undir hinu fágaða yfirborði, sem svo algengt er fyrir húsmæður og aðrar söguhetjur Svövu, er óvissa og ringulreið, því „allan tímann var myndasafnið í óreiðu. Já, þessi mynd sem var tekin heima hjá honum haustið sem við giftum okkur, hún ætti líklega að koma fyrst.“ (69) Á myndinni stendur eiginmaðurinn fyrir miðju, og á bersýnilega vel heima í þessu umhverfi, en í bakgrunni gefur að líta sígild athafnasvæði karlmanna. Myndin er svo illa tekin að konan er úti í jaðri og aðeins með annan fótinn inni á myndinni. Hér sem annars staðar í verkum Svövu fær konan ekki að njóta sín úti við, hennar staður er inni, enda gengur konan sjálfkrafa í uppvaskið með tengdamóðurinni. I þessari ferð verður konan vitni að því er komið er með naut inn í plássið, og í þeirri lýsingu sýnir Svava hve frábær stílisti hún er, og það allt eins þótt hún hverfi frá þeim agaða, kaldhamraða stíl sem er hennar aðalsmerki. Hér bregður hún á allt að því thorískan sprett: Fyrst varð ég undrandi á því hvað nautið var lítið. Það var samanrekið, vöðvahnýtt með grimman haus á sverum svíra og fjórir stuttir digrir fætur sem rótuðu upp jarðveginum en þegar það rann hjá skynjaði ég þennan ógurlega kraft sem rak dýrið áfram og leitaði útrásar í drunum og fnæsi uns nautið var ekkert annað en þetta blinda afl og hafði ekki annan tilgang en bera það áfram og sem snöggvast fannst mér að vöðvarnir, lappirnar, svírinn, blóðhlaupin augun og rymjandi barkinn hlytu að vera til trafala á þessari þarfagöngu og það hefði verið nóg að koma með þetta eina líffæri hlaupa með það sem logandi blys frá bæ til bæjar veröldina á enda, þennan blinda drambláta kraft sem jafnvel má sjá votta fyrir í sléttrökuðum holdmiklum karlmönnum með fölar kinnar og hringi á hvítum höndum á daglegum göngum milli skrifstofunnar og bankans og þaðan í þrjúkaffi á plussklæddum veitingahúsum (72) 538
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.