Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Side 76

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Side 76
Tímarit Máls og menningar Hringferd „Rauð box“ er stysta sagan og e.t.v. sú sem lesendur hafa minnst velt vöngum yfir, kannski fundist efni og aðstæður með kunnuglegu móti; hér er enn um að ræða einangraða konu sem orðið hefur hlutgerfingunni að bráð. Hún hefur tekið ástfóstri við fimm rauð matarílát svo að þau eru í órjúfanlegum tengslum við sjálfsvitund hennar. Sérlega athyglisverð í sögunni er hagleg beiting sjónarhorns sem er tvískipt. I upphafi á konan í innbyrðis stríði tveggja kennda; boxin veita henni sælu, en stundum sækir þó á hana freisting að fleygja þeim. Togstreita þessi skýrist er konan ímyndar sér gestkomandi konu virða fyrir sér boxin; „hún horfir á boxin og ég horfi á hana sjá mig fyrir sér standa í búðinni í gráu kápunni minni að velja þessi box.“ (35—36) Hin konan er hennar annað sjálf að gagnrýna hana. Vitund hennar er klofin; hún er sem tvær konur á öndverðum meiði. I ljósi þessa eru lokaorðin óhugnanlega tvíræð: „Og þessa stund sem freistingin er að deyja lifnar hjá mér ný hugsun og von: að ég geti stigið fram undan gluggatjaldinu og sagt við konuna sem stendur í eldhúsinu mínu: Snertu ekki boxin mín.“ (37) Er þetta uppreist, loks merki um sjálfstæði konunnar? Eða fullkomin uppgjöf, staðfesting á ofurvaldi hinna dauðu hluta? Klofin sjálfsvitund er mjög algengt fyrirbæri í módernískum skáldverkum og hefur tíðkast nokkuð í meðvituðum kvennabókmenntum, það kemur því ekki á óvart að hún setji mark á sögur Svövu. En í „Rauðum boxum“ birtist hún á afar ljósan hátt sem ætti að hjálpa okkur að skilja dulara hlutverk hennar í öðrum sögum. Hún tengist oftast þeirri togstreitu milli vitundar og ytri veruleika sem ég hef nokkuð rætt að framan. Þetta kemur t.a.m. vel í ljós í annarri húsmóðursögu, „Kvaðningu“. „Kvaðning" hefst með því að húsmóðir fær upphringingu frá krabba- meinsleitarstöð og er sagt að fundist hafi hnúður í brjósti hennar sem skoða verði betur. Auðvelt er að ímynda sér raunsæislega frásögn sem fjallaði um ótta konunnar við að missa brjóst og þar með þá ímynd kvenleika sem hlaðið er undir á vorum tímum. En Svava kafar miklu dýpra í þetta efni, opnar sögunni gáttir inn í hugarheim konunnar og út í samfélagið, og sýnir jafnframt pólitíska hlið einkalífsins. Þegar á söguna líður taka rotnun og dauði að leita á huga konunnar. Skammsýni væri að túlka það sem ótta við krabbamein eða aðvífandi uppskurð. Miklu fremur hafa skilaboðin orðið til að afhjúpa hina klofnu sjálfsvitund konunnar. Henni verður ljóst að líf hennar hefur takmarkast við tiltekið hlutverk sem er ekki í takt við sjálfumleika (identitet) hennar. Þetta vélræna hlutverk og athafnasvið þess fær á sig dauðablæ í huga hennar. 546
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.