Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Page 85

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Page 85
Er víst að 7. áratugurinn sé liðinn Skáldsagan og átökin í henni Bókin þykist vera dagbók frá tímabilinu 22/9 1977 til 21/10 það sama ár. Dagbókina skrifar Frandse sem er 33 ára eða þar um bil. Þegar skáldsagan hefst er hann fluttur í kommúnu og hefur fengið það viðfangsefni að þýða ítalska bók eftir Peter J. Oehlke: Verkalýðsstéttin á Ítalíu — Frá andfasisma til sögulegrar málamiðlunar. Vegna harðrar persónulegrar kreppu gengur Frandse stirðlega að þýða og hann reynir þá að greiða úr lífsflækjum sínum með því að skrifa dagbókina en í henni talar hann til Alexanders, sonar síns. Það er ekki fyrr en undir lok sögunnar sem við fáum að vita um hápunktinn í kreppu Frandses, þó að stöðugt sé stefnt að því marki. Vorið áður gerðust vofeiflegir atburðir í lífi hans og bernskuvinar hans, Frankes, fyrrverandi atvinnumanns í fótbolta. Frandse finnst hann eiga óbeina sök á þessum atburðum og reynir að farga sér en með hálfum huga og það mistekst. Eftir það er hann: „. . . aulinn sem varð einn til frásagnar" (206). Síðan skilur Frandse við eiginkonu sína, Katrínu, og á ritunartíma sögunnar býr hún með Per og hefur soninn Alexander hjá sér. Eftir skelfingar vorsins er Frandse haldinn af sektarkennd og það er einmitt hún sem heldur sögunni gangandi, — er gangfjöðrin í atburða- rásinni. Frandse verður að skilja þátt sinn í harmleiknum sem þá átti sér stað; hann þarf sjálfur að öðlast skilning á honum og einnig þeir sem á eftir koma, en um það á Alexander að sjá. Þá fyrst getur hann aftur orðið virkur í pólitísku starfi. I málfari bókarinnar sjást þess greinileg merki að til að byrja með er Frandse í upplausn og reynir að taka sjálfum sér tak. Áhrif og grunsemdir hringsnúast í honum án þess að staðnæmast í eðlilegri afstöðu til þess sem venjulega er kallað: „Eg, þú, það“. Sektarkenndin verður að sjálfsandúð sem nær alveg fram í tungutakið. Eg er annað hvort strikað út úr setningum eða fært svo aftarlega í þær að það verður undirskipað sögnum og atviksliðum: Seinna komast svo aðrar tengslalausar svipmyndir á sinn stað, les eftir mörg ár um verkfallið mikla, 54, í Philipsverksmiðjunni við Klovermarken, hinu megin við Amagerbrúargötu, sit og les þetta eins og fjarlæga sögu, man allt í einu: Þetta er verkfallið sem frú Eskildsen, mamma Frankes, var í. (66) Þegar líður að lokum skálsögunnar, rúmum mánuði eftir að þessi frelsandi dagbókarritun hófst, er „Eg“ komið á þann veldisstól sem því ber: „Eg, við erum komnir, Alexander." (209) Eins og sjá má af þessu hefur Frandse andúð á sjálfum sér og skrifar til að vinna bug á henni. Það gerist smám saman meðan hann lítur til baka og reynir að greiða úr flækjum fortíðarinnar. Sú vinna þvingar hann til þess að 555
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.