Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Síða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Síða 88
Tímarit Mdls og menningar I hrapinu reynir FF að ná saman að nýju. Það er búið að „reka þá báða úr liðinu“ og þeir snúa sér að bjór og brennivíni til þess að ná aftur taki á algleyminu og FF-draumnum. Það mistekst eins og við má búast. Frandse fer jafnframt að vera með Ritu, eiginkonu Frankes og draumapíu þeirra beggja frá unglingsárunum, og það verður örlagaríkt. Ffonum finnst kynlíf þeirra Katrínar orðið svo rammflækt í ríkjandi hugmyndafræði og kynferðispólitíska baráttu að blóðið streymir allt í skökk líffæri. I sambandi þeirra Ritu er hins vegar líkaminn einn virkur, — það er tilfinningasnautt. Þegar Franke kemst að öllu saman bregst hann við af þeirri framkvæmda- semi sem er honum eðlileg. Haldinn sektarkennd reynir Frandse að drepa sig en hann er eins og fyrri daginn hugsuðurinn sem klúðrar framkvæmdun- um. Hann lendir á sjúkrahúsi, skilur við Katrínu og þá er aftur komið að upphafinu: Dagbókinni og nútíð skáldsögunnar. Skriftirnar verða að skírslu (katharsis) eins og undirstrikað er á spaugilegan hátt með endi bókarinnar: Frandse hefur staðið í andlegum stórþvotti í mánuð og snýr sér síðan að því að þvo af sér skítugar spjarirnar sem hafa hrúgast upp á meðan. Ferli skáldsögunnar má skipta í þrennt: Fyrst er farið í gegnum bernsku- drauminn um algjöran samruna, nánd og einingu, þaðan yfir gjána sem myndast á milli reynslu og hugmynda, klofninginn, hrapið, og síðan yfir í þroskað viðhorf fullorðins manns sem veit að það er ekki hægt að snúa aftur. Endirinn verður að upphafi. Nú er hægt að byrja, FF. A dönsku bókarkápunni er mynd af draumnum um að svífa og hrapinu sem er óhjákvæmilegt. Framan á bókinni er mynd af Franke þar sem hann svífur yfir Wembley með fullkomin tök á leiknum. Aftan á bókinni er mynd af óhreinum og lítt virðulegum rassi fótboltamanns sem er hrapaður, — hann er kominn hingað niður í völundarhúsið til þeirra jarðnesku og holdlegu. Að sjálfsögðu er þetta ekki einungis mynd af engli og fótbolta- manni, þetta er mynd af viðfangsefni bókarinnar, — viðleitni einstaklingsins til að hafa sjálfan sig, á milli svifs og hraps. Einstaklingur og saga Nokkru eftir útkomu bókarinnar sagði Hans-Jorgen Nielsen í tímarits- grein: Viðfangsefni sögumannsins sjálfs (Frandses) er raunar háð öðru viðfangsefni sem er mótandi í bókinni. Það er leitin að samhengi milli ævisagna einstakl- inga og stóru sögunnar, — mannkynssögunnar. Það samhengi er þema bókarinnar. Allt það sem flestir gagnrýnendur og lesendur sem ég hef talað 558
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.