Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Side 90

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Side 90
Tímarit Máls og menningar völundarhússins með tilviljunarkennda og tímabundna möguleika til þess að skilja samhengið í sinni eigin sögu. Sannleikurinn í pólitískum greining- um er einungis röklegur, — ekki persónulegur: Þekking og yfirsýn eru ennþá nauðsynlegar, já, en ekki til að vernda sig fyrir því sem er náið og ruglandi, því að vera fórnarlamb stöðugs þekkingarleysis, enginn vandi að standa á þeirri sannfæringu að yfirsýnin ráði við söguna á meðan þú horfir á allt í öfugum kíki lengst að ofan, hérna niðri láta sögurnar ekki reka sig umsvifalaust inn í eina og sömu sögu, og það fen er grunnurinn undir allri skipulegri yfirsýn, hérna niðri verður að reka boltann, úti í því, mitt í því. (214) Hvatirnar láta ekki göfga sig og gera úr sér stöðugt algleymi, nokkur af lykilorðum skáldsögunnar eru einmitt hreyfing, að reka boltann eða dribla og fleiri slík sem jafnframt eru myndræn lýsing á flökti hvatanna. Fyrst á áttunda áratugnum var það íþrótt vinstri manna að fletta ofan af íhaldsseminni í öllu því sem virtist vera róttækt (ideologikritik). Andstæður einstaklings og sögu áttu rót sína að rekja til kapítalískra fram- leiðsluafstæðna og einskis annars og rétt greining á því varð forsenda heilbrigðrar sálar í byltingarsinnuðum líkama. Þar með var búið að gera óhjákvæmilega misvísun einstaklings og sögu að gríðarlegri bælingu. Draumurinn um sæluríki var hins vegar í raun og veru draumur um að snúa aftur: í sjálfsást og samruna bernskunnar áður en tungumálið kom til og túlkun einstaklingsins á hvötum sínum. „Allt er pólitískt“ var eitt af tískuorðum þessa tíma en það virðist hafa gleymst að allt á sér líka sína mynd, sitt útlit. „Reyni ég að ímynda mér hvað hefði getað orðið, birtast engar myndir," segir Frandse þegar hann veltir því fyrir sér hvort öðru vísi hefði getað farið fyrir Franke. Þrátt fyrir áskoranir um að hætta allri hræsni og vera „eðlilegur“ verður myndin ekki þurrkuð út nema einstaklingurinn falli algjörlega saman um leið. Borgaraleg viðhorf sem hafa síast inn í verkalýðsstéttina verða ekki þvegin burt með sannleika marxískrar greiningar sem gerir hreint eins og hvítur stormsveipur. Það er með öðrum orðum hægt að gagnrýna sam- félagsaðhæfinguna en það er öllu erfiðara að fjarlægja hana, jafnvel þó marxísk greining komi til. Við upphaf níunda áratugarins virðast hins vegar æ fleiri gera sér grein fyrir nauðsyninni á að skilja einstaklinginn, tungutak hans og málhæfni. Með það að leiðarljósi er hægt að gera eitthvað, hreyfa sig, reka boltann. Nú verður æ meira vart við tilhneigingu til að skrifa um einstaklinginn, um að vera til, um ástir og hversdagslíf. Nútíðin er aftur orðin eitthvað annað en bið eftir því sem koma skal. 560
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.