Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Side 109
á steininum heldur
höndin ein.
Ætli það sé ekki mannshöndin sem hef-
ur steininn og þar með drauminn í hendi
sér? Það er þrátt fyrir allt maðurinn sem
getur látið drauma rætast. Þeir eru líka
draumar um veruleika.
Helgi Grímsson
Thor Vilhjálmsson
Orn Þorsteinsson:
LJÓÐ MYND
Listasafn ASÍ. 1982
Það er algengt að listamenn mynd-
skreyti ljóð. Ófá eru dæmin, innlend og
erlend. Hitt er öllu óalgengara að skáld
ljóðskreyti myndir. Held ég að ljóð
Thors Vilhjálmssonar við myndir Arnar
Þorsteinssonar séu einsdæmi hér á landi.
Mun Thor hafa ort ljóð sín undir áreit-
um smáteikninga Arnar, svonefndri
„Þúsund-mynda-syrpu“. Teikningar
þessar eru ferningslaga, 3x3 cm. að
stærð. Þær eru eins konar myndasaga,
huglæg, dregin með mjúkum blýanti.
Grafík þessara mynda er einföld og línu-
kennd. Burðargrindin eru endurtekin
formbrot eða morfem, undirorpin sí-
felldum myndbreytingum. Þetta er
ryþmískt teiknispil, á stundum hlut-
bundið og þá tengt íslenskum nátt-
úrustemmningum, en oftar óhlutlægt eins
og súrrealískt pússluspil.
Lýrísk rapsódía
Samspil ljóðs og myndar er náið. Eg
man ekki betur en ég hafi lesið í ein-
hverju hefti TMM ritdóm, þar sem Vé-
steinn Ólason líkir lýrik við málverk.
Hann bendir á það, að ljóðið sé kyrr-
stætt sem mynd. Vissulega er það rétt að
Umsagnir um bakur
mengi ljóðsins er í flestum tilfellum
numið á augabragði. Alfa þess og ómega
er ekki ósvipað ramma um mynd. En er
ekki í báðum tilfellum um samþjappað
hreyfiafl að ræða, fremur en kyrrstöðu?
Mér hefur oft fundist málverkum og
ljóðum svipa til atóma. Munstrið liggur
ljóst fyrir í heild sinni, en eindirnar spýt-
ast í allar áttir, um sig og fram og aftur.
Þess vegna verður að skoða myndir oft
og lesa ljóð mörgum sinnum, til að
skynja um hvað kjarninn snýst.
Bók þeirra Thors og Arnar er dæmi
um líkt innra hreyfiafl. Ljóðin eru
ryþmísk eins og myndirnar og rapsódísk
í eiginlegri merkingu orðsins. Hér á ég
ekki við epík grískra rapsóda, heldur
lýríska ljóðatvinnan. Þræðirnir, orða-
raðir og samstöfur, eru vafðir saman,
hver undir og yfir annan. Þrátt fyrir
gagnsæi textans þarf töluverða lesningu
til að greiða úr arabeskunum og
einangra frummunstrið.
Aðferðir sínar opinberar skáldið þó í
upphafi bálksins, en kvæðið má skoða
sem ljóðabálk ortan undir mismunandi
háttum:
Fuglinn sagðirðu FUGLINN sagði
fuglinn fUGLmn og fLAUG
yfir blÓMið; sem stÓÐ járnraddað í
túninu; einsog
tré; og mæitist við hrEIÐrið í þak
SKEgginu unga smÁ
Hér er burðargrind ljóðsins, kveðand-
in, dregin fram með hjálp stórra stafa:
FUGLINN, UGL, LAUG, ÓM, ÓÐ,
EIÐ, SKE, Á. Rithátturinn er nokkurs
konar lykill að ljóðinu og lesningu þess.
Orðið fuglinn, er endurtekið fjórum
sinnum í fyrstu hendingu, en ritað á
fjóra vegu:. Fuglinn, FUGLINN, fugl-
inn, fUGL . I síðustu mynd orðsins
579