Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 30

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 30
Tímarit Máls og menningar ætlaði það meginmarkmið að fjalla um þýðingafrœði og verksvið hennar (en sú fræðigrein hefur lítt verið kynnt hér á landi). Til að sýna hvernig nýta má aðferðir og hugtök úr þýðingafræði í þýðingagagnrýni hafði ég að dæma- safni þýðingu Halldórs Laxness á A Farewell to Arms (Vopnin kvödd) eftir Ernest Hemingway, og reyndi að gefa sæmilega heildarmynd af þeirri þýðingu. En þótt þýðingafræðin geti verið hagkvæm miðstöð fyrir slíka gagnrýni er hún ekki í sjálfri sér frumskilyrði fyrir vandaðri gagnrýni einstakra þýðinga. Þetta sýndi Helga Kress fram á í ítarlegri grein („Úr- vinnsla orðanna“, TMM 1—2/1985) um þýðingu Ivars Eskelands á Leigjandanum eftir Svövu Jakobsdóttur. Sú grein er hvað aðferðafræði snertir að mestu byggð á textagreiningu almennrar bókmenntafræði, en Helga beitir þeim aðferðum einkar vel í þýðingagreiningu (enda eru þessi tvö fræðisvið að stórum hluta samvaxin). Gagnrýni Helgu er óvægin: „Beinar þýðingarvillur og önnur hroðvirkni blasa við á hverri síðu, og allt sem heitir listrænt form er horfið úr verkinu. Eftir stendur illa skrifuð og óskýr saga sem verður á köflum óskiljanleg." (1/1985, bls. 102) Hér er þó ekki á ferðinni sú haldlitla fullyrðinga-gagnrýni sem íslendingar þekkja vel úr dagblöðum, heldur styður Helga þessi stórmæli með nákvæmum samanburði textanna og rökstuddri greiningu á þýðingunni. Mér hefur virst að báðar þessar ritgerðir hafi vakið nokkra athygli, en jafnframt komið við kaunin á ýmsum. Engin teljandi viðbrögð var þó að sjá fyrr en nýverið, að Einar Kárason skrifaði ádrepu um grein Helgu („Ovæntir bandamenn“, TMM 3/1985) og Sigfús Daðason tók mína grein fyrir í Skírni 1985 („Takmörk og takmarkanir þýðinga"). Langar mig að dvelja svolítið við umfjöllun þessara rithöfunda. Adrepa Einars Einar víkur raunar á einum stað að minni grein, a. m. k. er mér ekki kunnugt um að aðrir hafi nýlega skrifað um Hemingway-þýðingar Laxness: „Má ég benda á að með einhverjum aðferðum virtist til dæmis hafa verið sýnt frammá það í tímaritsgrein nýverið að á árunum þegar Halldór Laxness var að þýða Hemingway hafi hann verið næsta ólæs á enska tungu, og getur hver dregið sínar ályktanir af því.“ (269) Ósköp er þetta rislág athugasemd og marar raunar öll í hálfu kafi. Ekki er vitnað beint til greinarinnar og af orðalaginu að dæma mætti ætla að Einar hafi alls ekki lesið hana sjálfur. Jafnframt gefur hann í skyn að markmiðið hafi verið að sýna fram á ólæsi Laxness á enska tungu, og „getur hver dregið sínar ályktanir" af slíkum málflutningi, en best er þó að draga engar ályktanir fyrr en maður hefur lesið það sem verið er að fjalla um. 20
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.