Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 31

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 31
Adrepur Ekki nenni ég að eyða orðum á undarlega tilraun Einars til að gera Helgu að bandamanni einhverra alþingismanna sem ekki vilja láta þýða íslensk verk á önnur norðurlandamál, en þar sem henni virðist ekki hafa þótt ádrepan svaraverð langar mig að drepa á nokkur atriði í henni sem mér finnst skipta máli. Einar viðurkennir í upphafi að Helga hafi sýnt fram á „mörg stór mistök“ í þýðingunni, „svo jafnvel mætti tala um fúsk“, en hann botnar hins vegar ekkert í hvers vegna Helga er að birta þessa grein á íslensku, nema þá til að gera Ivar Eskeland „ærulausan hér á landi . . .“ (268) Þessar hugleiðingar um persónulegar ærumeiðingar (er ekki eitthvað dæmi- gert íslenskt við slíkan skilning?) virðast hafa staurblindað Einar á gildi ritgerðarinnar, sem felst í fyrsta lagi í því að hún er gott framlag í hina almennu, en enn sem komið er fábreyttu, þýðinga-umræðu hér á landi, og færir okkur þannig skrefi nær því að tala markvisst um þýðingar, eðli þeirra, hlutverk og aðferðir. I öðru lagi felst í ritgerðinni dágóð greining á fjölmörgum þáttum einnar mikilvægustu skáldsögu okkar frá síðustu ára- tugum; raunar tel ég að þarna sé ein besta greining sem gerð hefur verið á nokkru verki eftir Svövu. Slíkt kemur ekki á óvart, því vandaður og hugkvæmur samanburður frumtexta og þýðingar er ein frjósamasta leiðin í innviði bókmenntaverks. Einungis sjálfur starfinn að þýða af vandvirkni getur fært mann ótvírætt nær því flókna samspili orða sem liggur til grundvallar mikilhæfum verkum. I þriðja lagi er Helga að fjalla um örlög merks íslensks skáldverks á erlendu máli og auðvitað á slík umfjöllun erindi við íslenska lesendur. Og þeir eru vonandi ekki allir seldir undir sama undirlægjuháttinn og birtist í lokaorðum Einars, er hann segist vona að „þessir útlendu menn viti að flestir höfundanna munu áfram bera til þeirra fremur hlýjan hug.“ (271) Það er rétt eins og þessar fáu hræður hér á eynni eigi að vera hrærðar yfir því að einhver skuli yfirleitt nenna að ferja texta okkar yfir til meginlandsins. Þar með verða allir þýðendur að einslitum og ósundurgreindum hópi, fúskarar sem aðrir — en raunin er væntanlega sú að vinnubrögðum þýðenda er mjög misháttað: þakka ber og styrkja þau verk sem til er vandað, en það er engin ástæða til að þegja yfir fúski eins og því sem Helga afhjúpar í grein sinni. Eins og Einar bendir á, bjóðast ekki nema fá tækifæri til að koma íslenskum bókum út erlendis. Halldór Laxness, sem Einari verður tíðrætt um þótt í óljósu samhengi sé, sagði á sínum tíma: „Rithöfundur úr litlu málsamfélagi er yfirleitt vís til að taka hvaða boði sem er um þýðingu bóka sinna á tungu stórs samfélags . . .“5 Að þessu leyti hefur Helga rétt fyrir sér er hún segir: „Þýðendur njóta þess sem höfundar gjalda, að Island er lítið málsamfélag." (245) Því hættan er sú að þýðendur séu sjálfkrafa prísaðir og íslendingar þakklátir fyrir það eitt að bók er tekin til þýðingar. En að 21
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.