Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 35

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 35
Adrepur nákvæmni. Sumir telja að þessi smásmygli rithöfunda tengist efasemdum þeirra um mátt tungumálsins og að hún birtist einna fyrst hjá Flaubert; er þá gjarnan vitnað til bréfa þar sem hann stynur yfir því að hafa nú ekki skrifað nema fimm setningar þann daginn. Sigfús er sjálfur skáld sem hefur einungis birt „fá ein orð“, svo ég vitni í ljóðabókartitil hans, en hann hefur vandað svo til þeirra að þau segja meira en mörg stóryrði annarra skálda. Það þykir sjálfsagt að gera þá kröfu til metnaðarfullra höfunda á okkar tímum að þeir grannskoði hvert smáatriði í texta sínum og margyfirfari hann. Jafnframt þykir ekki ósvinna að þeir sem kanna þessa texta reyni að beita samsvarandi íhygli. En þótt við höfum slíkar væntingar um nútíma-texta, þá mætti ætla að þær gildi ekki um þýðingar þeirra, ef við föllumst á fullyrðingar Einars og Sigfúsar. Það skyldi þó aldrei vera að í þessu áliti rithöfundanna eimi eftir af gömlum fordómum gagnvart þýðingum? Enn í dag eru ýmsir sem alls ekki viðurkenna þýðingar sem rithöfunda-starf og telja þær síðri og ómerkilegri en „frumsköpun" verka, og að því sé „út í hött“ að fjargviðrast yfir „léttvægum“ afglöpum í þeim. Nákvíemni, frelsi og aðferð Þegar ég hef rætt um nákvæmni og vandvirkni í máli mínu hef ég að sönnu látið stjórnast af ríkjandi nútíma-skilningi á hvað „þýðing" sé, nefnilega starfi sem seilist eftir gaumgæfinni yfirfærslu texta á annað mál, og sem ennfremur má staðfesta með samanburði textanna. Slík nákvæmni hefur ekki endilega orðrétta þýðingu í för með sér, því þýðandinn býr við frelsi til að laga textann að sinni tungu. En auðvitað má nota „þýðingu“ sem miklu breiðara hugtak. Islenskir miðaldaþýðendur tóku sér t. a. m. mun meira „frelsi“ en gengur og gerist nú á tímum.9 I þýðingagagnrýni verður því að meta aðferðina sem beitt er hverju sinni. Þannig get ég leyft mér að fara gagnrýnum orðum um þá frjálslegu meðferð Tómasar Guðmundssonar á Nóa Nóa sem hann greinir frá í formála sínum, en ætlaði ég að kanna þessa þýðingu nánar yrði ég að einhverju leyti að gangast inn á forsendur þýðandans og leitast við að skoða þýðinguna einnig frá sjónarhóli aðferðar hans. A hinn bóginn verður að athuga hvort þýðandi sé sjálfum sér samkvtemur í aðferð sinni. Reynsla mín tjáir mér að þarna sé að finna algengan megingalla á þýðingum: þýðandinn hefur ekki ástundað skipuleg vinnubrögð og því hefur hvers kyns ósamræmi hlaupið í textann. Eins og ég benti á í ritgerð minni, er þetta helsti gallinn á þýðingu Laxness á Vopnin kvödd; hann liggur í „því skipulagsleysi sem einkennir þýðinguna í heild.“ (60) 25
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.