Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 42

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 42
Tímarit Máls og menningar áranna um leið og hann gleymdi aldrei draumnum sem hann hafði átt sem stríðsfangi, um að snúa aftur til nýs og betra Þýskalands. I þessari andstöðu samfara tragískri heimþrá er styrkur verka hans fólginn. Heinrich Böll var ekki heimspekingur á við Thomas Mann, ekki jafn skarpur hugmyndarýnir og Bertolt Brecht, ekki jafn mikilhæfur nútímahöf- undur og Gunter Grass. Hann var öllu öðru fremur sögumadur, og sagan sem hann sagði fjallaði um fórnarlömb grimmdarlegs stríðs eða lymsku- legrar kúgunar, sem ekki gátu fundið sér fótfestu í Þýskalandi samtímans. Um leið bjó í sögunni draumur um annað Þýskaland, Þýskaland fórnarl- ambanna, heimkynni Jóhönnu gömlu í Billard um halbzehn, hinnar hrein- lyndu Katarínu í Glötuð œra Katarínu Blúm, stríðsfórnarlambanna í Og sagði ekki eitt einasta orð (sem birst hefur í íslenskri þýðingu). Það er of mikil einföldun að segja að Böll hafi alltaf sýnt samstöðu með „litla manninum“, nær að orða það sem svo að samúð hans hafi jafnan verið með fórnarlömbunum. Jákvæðu persónurnar í sögum hans, „sauðirnir", eru undantekningarlítið fórnarlömb „hafranna", þeirra sem tekist hefur að koma sér áfram, í krafti siðleysis síns og sögulegrar „gleymsku“. Rauði þráðurinn í skáldverkum Bölls er sá sami og gengur í gegnum pólitísk afskipti hans. Skáldsagnahöfundar realismans glíma einatt við lýsingu persóna og samfélags, skapgerð persónu lýsir sér í því hvernig hún bregst við umhverfi sínu. Böll hefur stundum verið sakaður um einfalda persónusköpun, og bent á að persónur hans þróuðust of lítið. Og vissulega er það rétt, að persónur hans skiptast oft einfaldlega í góðar og vondar manneskjur. Prófsteinn Bölls var sá, hvort viðkomandi persóna lifði í sjálfumglaðri sátt við sjálfa sig og umhverfi sitt, taldi sig eiga heima í því Þýskalandi eftirstríðsáranna sem iðulega er sögusvið hans. Góðar persónur í sögum hans eru yfirleitt heimilislausar í þessari merkingu, rétt eins og höfundur þeirra. Og það fyllti Böll bæði sorg og beiskju, að svo skyldi vera fyrir Þýskalandi komið. Þar með er ekki átt við að verk hans séu öll raunamædd og laus við kímni — þvert á móti. En gamansemi hans var gamansemi trúðsins, sem gerir háttalag hversdagsins gráthlægilegt með eftirhermum sínum grafalvarlegur á svip. Sorg Bölls — því hvað er maðurinn án sorgar, eins og segir í einu verka hans — var harmur hans yfir örlögum Þýskalands, og kannski einmitt þess vegna er Irsk dagbók hlýlegasta, ljóðrænasta og beiskjulausasta verk hans. Engu að síður var andóf Bölls við tilfinningunni um að eiga ekki heima í heimalandi sínu, alltaf andóf, ekki uppgjöf. Og allt vildi hann gera til að koma í veg fyrir að menn yrðu útlagar úr samfélaginu, sbr. fræga grein hans í Spiegel árið 1972, þar sem hann hvatti til þess að Ulriku Meinhof yrði veitt uppgjöf saka, svo hún gæti snúið aftur til 32
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.