Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 87

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 87
Kvennamál og kvennamenning að skrifa bókmenntasögu — einkum kenningar Harold Bloom. Meðal þeirra sem kynnt hafa bók Gilbert og Gubar á Norðurlöndum hefur verið nokkur tilhneiging til að einfalda kenningar hans allt of mikið. Hluti af því má skrifast á reikning Gilbert og Gubar sem fjalla ákaflega stuttlega um Bloom, telja sig kannski ekki þurfa að kynna hann ítarlega fyrir bandarískum menntamönnum. Það er hins vegar gott að þekkja nokkuð til hugmynda hans til að geta gert sér fulla grein fyrir því í hvaða fræðilegu samhengi Gilbert og Gubar skrifa og í hverju uppgjör þeirra við hann er fólgið. Harold Bloom tilheyrir svonefndum Yale-skóla, og þeim innbyrðis ólíka hópi bandarískra fræðimanna sem kenndir eru við „dekonstruksjón“-stefn- una í bókmenntafræðum. Ahangendur „stefnunnar" í Bandaríkjunum og Evrópu vinna undir merkjum franska heimspekingsins Derrida. Þeir hafa þróað kenningar hans í ólíkar áttir, frá gagnrýni á vestræna menningarhefð, heimspeki og hugsunarhátt til nánast fullkominnar vantrúar á allri viðtek- inni merkingu. Samkvæmt „dekonstruksjónistum" hafa bókmenntir nefni- lega ekki merkingu. Merkingu er ekki hægt að ákvarða — aðeins leika sér með hana. Harold Bloom tekur afar persónulega afstöðu til dekonstruk- sjónhugmyndanna og Derrida og sker sig um margt úr Yale-hópnum. Hann tvinnar saman í ritum sínum áhrif frá jafnólíkum fræðimönnum og Freud og Derrida, Nietzsche og Juliu Kristevu. Hann er líka mjög hrifinn af fornum, gyðinglegum trúarsetningum (Kabbala) og ákveðinni trúarstefnu úr miðaldakristni (Gnosticism). Allt þetta skýtur upp kollinum í bók hans Óttinn við áhrif (The Anxiety of Influence)5 sem kom út árið 1973. Þar setur Bloom fram kenningar sínar um bókmenntasöguna. Bók- menntasögu er ekki hægt að skrifa öðru vísi en út frá bókmenntunum sjálfum, skv. Bloom — og hann telur allar eldri aðferðir til að túlka og skilja bókmenntir, frá Aristótelesi til strúktúralista, vera óttalegar einfaldanir. „Merking ljóðs getur aðeins verið annað ljóð,“ segir Bloom (1973, 94). Oll mikil skáld þjást af ótta við áhrif annarra mikilla skálda. Og þá er ekki átt við bókmenntaleg áhrif í hefðbundnum skilningi eins og t. d. að eitt skáld hafi lesið verk annars skálds og orðið fyrir áhrifum af því. Öðru nær. Skáldið sem er óttaslegið þarf ekki að hafa lesið staf eftir hinn mikla höfund sem hann óttast — þó að trúlega hafi það gert það. Ottinn er hins vegar fyrst og fremst bundinn hefðinni, málinu, það er óttinn við að sú braut sem maður hyggst ganga sé þegar troðin af öðrum. Skáldið sé ekki fyrst, geti ekki verið fyrst, heldur sé það „sá, sem kom of seint“. „Ottinn við áhrif“ er með öðrum orðum óttinn við að vera ekki frumlegur. Og það er einmitt þessi ótti sem skilur að smáskáld og stórskáld. Hið mikla skáld berst gegn forveranum í ljóði sínu, berst fyrir olnbogarými, möguleika á því að gera eitthvað nýtt og áður óþekkt. Þessari innri baráttu skáldsins má líkja við þau 77
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.