Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Page 94

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Page 94
Tímarit Máls og menningar Gilbert og Gubar er sannleikur textans/höfundarins alltaf sá sami þ. e. femínísk reiði, reiði allra kvenna yfir kúgun allra karla og þar komum við aftur að heildstæðu hugmyndafræðinni, sem nú er í sínu rétta samhengi. Þetta eru of miklar einfaldanir að mati Mary Jacobus og Toril Moi og Mary Jacobus efast um að pólitískar afleiðingar svona kenninga séu konum til nokkurs gagns: Ef menningin, bókmenntirnar og tungumálið eru kúgunarafl, þá er túlkunin sjálf það líka; og spurningin sem vaknar hjá femínískum gagnrýnanda er þessi: „A hvern hátt getur ákveðin túlkun orðið til að kúga konur?“ (Mary Jacobus, 1981, 520). Að hennar mati búa Gilbert og Gubar til nýjar goðsagnir, goðsagnir um að kvenrithöfundar hafi ekki haft nokkurt sjálfstæði heldur skrifað öll sín verk sem frávik frá körlunum. Og hún telur að Gilbert og Gubar hafi ekki nógu gagnrýna afstöðu til gagnrýnishefðar feðraveldisins. Þetta síðastnefnda er svo megin- atriðið í gagnrýni Toril Moi á Brjáluðu konuna í kvistherberginu. Toril Moi bendir á að Gilbert og Gubar vefengi og hafni yfirráðum karla yfir sköpuninni og textanum — en þær dragi aldrei í efa rétt kvenna til þessara yfirráða — þær vefengi með öðrum orðum ekki sjálf yfirráðin yfir textanum eða lykilhlutverk höfundarins. Toril Moi vitnar í Roland Barthes og grein hans um „Dauða höfundarins“: Þegar búið er að fjarlægja Höfundinn verður krafan um að túlka textann öldungis tilgangslaus. Að leggja texta til Höfund, er að setja textanum skorður, leggja honum til endanlegt merkingarmið, læsa skrifinu. Þannig skilningur hentar gagnrýninni prýðilega, hún úthlut- ar sjálfri sér því mikilvæga hlutverki að finna höfundinn (eða það sem stjórnar honum: þjóðfélagið, söguna, sálarlífið, frelsið) á bak við verkið; þegar Höfundurinn er fundinn er textinn „skýrður“, eitt núll fyrir gagnrýnandann. (Toril Moi, 1985, 63) Það að gera konuna að „höfundi-móður-gyðju“ í stað karlsins sem var „höfundur-faðir-guð“ er sem sagt að skipta um form en ekki innihald. Toril Moi bendir á að skv. Gilbert og Gubar sé rödd kvenna í bókmenntunum tvöföld — en engu að síður „sönn“. Og þessi þversögn sé í samræmi við þá fagurfræði sem liggi til grundvallar öllum bókmennta- eða textaskilningi þeirra í Brjáluðu konunni í kvistherberginu. Rödd höfundarins sé „sönn“, einlæg, trúverðug og textinn sé (eða eigi að vera) einlægur líka, trúverðugur og heildstæður. Það verði að safna saman og raða blöðum Sybillunnar (Enginn spyr hvers vegna hún kaus að dreifa þeim í upphafi, segir Toril Moi). Fagurfræðilegar forsendur Gilbert og Gubar eru í ætt við raunsæiskenn- ingar Georg Lucács og þeirra sem aðhylltust sósíalískt raunsæi — en þar sem þeir vildu hafa sósíalískt innsæi vilja Gilbert og Gubar hafa femíníska 84
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.