Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Page 130

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Page 130
Tímarit Máls og menningar um síðan Kant staðfesti hana að nýju í höfuðriti sínu Kritik der reinen Ver- nunft. Viðfang heimspekilegrar hug- sunar eru ekki áþreifanlegir hlutir, held- ur ímyndir og hugtök, sem hugsunin sjálf hefir skapað og tengt þeim. Jean- Paul Sartre hefir einnig sett þessa hugs- un skýrt fram, eins og eg hefi bent á annars staðar (sbr. Frumleg sköpunar- gáfa, bls. 37). I síðustu köflum III. bókar tekur Ar- istoteles enn að ræða um snertiskyn og hreyfing. Jurtin megnar ekki að hreyfast úr stað, en dýrið flytur sig til. Hvert er hreyfiaflið? spyr hann. Dýr stjórnast af hvöt: að forðast hið óþægilega og sækj- ast eftir þægindum. „Hreyfivaldurinn er því einn: hið eftirsóknarverða . . . vilj- inn er eins konar hvöt“ (169). I mann- legum athöfnum eiga hvöt og skynsemi oft samleið, en ósjaldan beinir ímyndun hvötinni að röngu marki. „En skyn- semin fer alltaf rétta leið“ — ef hún fær að ráða. Misræmi milli hvata og skyn- semi getur leitt til innri baráttu. Hér virðist Aristoteles hafa í huga forræðiskröfu skynseminnar í siðmenn- ingarsamfélagi. Og það hljómar nútíma- lega þegar hann spyr: „Til hvers eru vitsmunirnir?" Svar hans lýsir ekki mik- illi bjartsýni. „Eitthvert hagræði ættu þeir að hafa fyrir sálina eða líkamann. En um hvorugt er að ræða. Sálin mun ekki hugsa betur og líkaminn hefur það ekki betra“ (173). Eg hefi tæpt hér á fáeinum atriðum þessa merkilega rits og skal nú staðar numið. Það er einkum tvennt, sem verð- ur hinni skörpu hugsun Aristotelesar til hindrunar: annars vegar er hann flæktur í kenninguna um frumefnin fjögur, hins vegar brestur hann þekking á heila og taugakerfi. Nútíma sálfræðingar sækja því naumast beina þekking til hans. Samt er fróðlegt að fylgjast með viðleitni hans til að skýra ráðgátur sálarlífsins. Hún minnir okkur á að sálarfræði okkar tíma hefir ekki enn klifið hæsta tindinn, heldur veltist mitt í straumi framvind- unnar. Skyldi nokkurrar hinna mörgu sálfræðikenninga 20. aldar verða minnst eftir tvær árþúsundir? Eg las þessa bók með ánægju og fagna útkomu hennar. Sigurjón Björnsson stýrir liprum penna og ritar skýrt og gott mál. Neðanmálsgreinum er stillt í hóf og frágangur allur vandaður. Aðeins fáar stafvillur rakst eg á. Til hagræðis og skemmtunar fyrir lesendur, sem ekki kunna grísku, er gríska stafrófið, bls. 177. Með hjálp þess getum við lesið fáein orð, sem þýðandi hefir látið prenta með grísku letri. Mörg þeirra eru okkur kunn úr evrópsku vísindamáli. Það er metnaðarmál að þetta elsta sál- fræðirit sögunnar sé til á íslensku. Hafi þýðandi og útgefandi heila þökk fyrir framtakið. Matthías Jónasson „HÁLFLÍFS BANVÆN FAÐMLÖG" Því er ekki að neita, að Þórarinn Eldjárn kom lesendum sínum nokkuð á óvart með nýjustu ljóðabók sinni Yddi (For- lagið, 1984). Áður höfðu komið út þrjár kvæðabækur eftir hann, síðan smásagna- safn og loks skáldsaga. Eins og kunnugt er, hafði hann í kvæðum sínum haldið fast við hið hefðbundna ljóðform. í Er- indum 1979 er að vísu eitt kvæði, „Kart- öflumóðir", sem er ekki rímað, en í Yddi eru gömlu bragarhættirnir algjör- lega lagðir niður. Formbreytingin er augljós, og hún hefur að vonum haft 120
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.