Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Page 136

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Page 136
Tímarit Mdls og menningar heimilisstörfunum af auðsveipni, hefur þó tekist, gegn vilja bónda síns, að fá sér vinnu úti hálfan daginn. Og auðvitað eru þau að byggja sér einbýlishús til að geta nú verið út af fyrir sig og sleppa við ónæði af öðrum. Samtalið hvessist og birtir um leið þau heimilissamskipti sem ekki hafa áður verið orðuð: „Auðvitað heyrðirðu ekkert. Hvers vegna hefðirðu átt að gera það? Þú heyrir aldrei neitt. Þú hefur aldrei heyrt neitt nema það sem þú vilt sjálfur heyra. Þú myndir ekki einu sinni heyra þótt ég stæði fyrir framan þig og æpti beint upp í andlitið á þér.“ (15) „Segjum svo að við höfum heyrt eitthvað. Segjum svo að við höf- um heyrt óp, allt í lagi, segjum það, og þá spyr ég: Hvað með það? . . . Hvað kemur okkur það við þó einhver æpi?“ (16) Eða var umheimurinn utan þessa ein- angraða heimilisvítis að minna á sig, með undirleik fasistaviðkvæðisins úr glymskrattanum, Sieg heil, sieg heil? Það viðlag gæti svo sem átt við fleiri sögur þessarar bókar, þótt á mismun- andi hátt sé. Við gluggann á ýmis viðfangsefni sameiginleg með fyrra smásagnasafninu. Höfundi er t. a. m. sem fyrr hugstætt hlutskipti kvenna, sem birtist í ýmsum tilbrigðum og hvergi uppörvandi. Ef taka ætti þær lýsingar bókstaflega virðist jafnréttisboðskapur síðustu ára ekki hafa rist djúpt í íslensku samfélagi að mati höfundar. I mörgum sagnanna er kynjamisréttið hyldjúpt og óbrúanlegt. Mismunurinn milli fyrri bókarinnar og þessarar er m. a. fólginn í betri vinnu- brögðum, meira öryggi. Gagnstætt því sem áður var gætir boðunartilhneigingar lítt í þessari bók; hvergi birtist vísifingur háttvirts höfundar, heldur er persónun- um gefið sjálfstætt líf og þeim teflt fram til sannfærandi átaka. Einnig eru margar sögurnar „innhverfari“ en áður, í þeim skilningi sem ég hef reynt að lýsa. Fram- vinda þeirra er í hugskoti einnar mann- eskju, lýst er hvernig hún lifir atburðina, svo lesandinn getur einatt verið í vafa um hvað hafi raunverulega gerst. Frá- sögnin er gjarnan á mörkum draums og veruleika og undirvitundin skýtur upp kollinum. Yfirleitt er mjög vel farið með þessa frásagnaraðferð. Sem fulltrúa þessara sagna getum við nefnt söguna Dans. Þar er lýst ungri yfirstéttarkonu í sólarlandaferð sem verður viðskila við mann sinn og stend- ur andspænis eigin villtum, uppruna- legum kenndum sem hún þorir ekki að gangast við og hörfar til baka inn í sinn verndaða heim, jafnbæld og ósjálfstæð og áður. I þeirri sögu kannast reyndar eiginmaðurinn ekki heldur við að neitt sérstakt hafi gerst. I frásögninni blandast atburðaslitur úr fortíð og nútíð saman í einum hrærigraut, sem er í samræmi við hugarástand aðalpersónunnar. Skyld þessu er sagan Samfylgd þar sem kona kemst úr jafnvægi, stödd ein úti í myrkri á ókunnum stað og endar með að horf- ast í augu við eigin andlitslausan skugga. Hlutskipti kvenna í þessum sögum er yfirleitt bæling og niðurlæging. Aðal- persóna sögunnar Eitthvað er stúlka sem virðist vitandi vits, með opin augu, vera að feta í fótspor móður sinnar sem er gift alkóhólista og ófær um að rífa sig lausa. Sagan Dagsskíma fjallar um konu sem hefur verið nauðgað, þar með lýkur sjálfstæðu lífi hennar og hún stígur skrefið til baka til fyrrverandi manns síns sem hefur yfirgefið hana. Mér þykir þessi saga einna síst í bókinni, og má 126
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.