Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Side 5

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Side 5
Sara Lidman Lof lítilla tungna Ávarp við setningu Bókmenntahátíðar í Reykjavík 1987 I Norður-Svíþjóð lifir lítil orkídea á svipaðri breiddargráðu og Akureyri. Enginn skilur hvernig hún getur þrifist þarna, og hún er hvergi til annars staðar í heiminum. Hún er um tíu sentimetrar á hæð, blómið ljósrautt og hefur sérkennilegan, heitan ilm, sem er auðvelt að finna í hrjóstrugu lands- laginu. Norðanmenn hafa ævinlega nefnt þessa plöntu nornina. Stórsvíinn Carl von Linné sótti Vesturbotn heim aðeins einu sinni, og honum þótti staðurinn hið ömurlegasta hurðarbak — mýbitið ætlaði alveg að drepa karlinn, helvíti gat varla verið nöturlegra en þessir átthagar mínir. Hann hreifst ekki einu sinni af norninni heldur skírði hana Calypso Bul- bosa sem á alþýðumáli mundi útleggjast skessan með hnúskóttu rótina. Nú er nornin friðuð enda sjaldgæf orðin, því hún þrífst ekki í frjósöm- um jarðvegi og ógerlegt er að flytja hana og gróðursetja að nýju. Samt er hætta á að stórvirk skógrækt nútímans eyði henni með öllu. Tæknisinnar kalla slíka jurt aukaatriði — svo fáir þekkja til hennar — hvað skyldu þeir gera ef tegundin eyddist vegna uppsöfnunar, of mikils áburðar eða af því að einhver gróðagróður tæki frá henni jarðveginn?! Þó að við getum ekki sýnt fram á nytsemi nornarinnar finnum við, sem höfum einhvern tíma séð hana, að hún geymir leyndarmál um okkur í heitu blómi sínu og hnúskóttri rótinni. Og jafnvel þótt nornin taki ekki til- lit til mannsins þá á hún þó rétt á að lifa. Ef til vill annast hún einhverja hlið spennunar milli þyngdaraflsins og ljóssins, leyndardóm sem væri mik- ið tap fyrir Heildina ef hann glataðist. Og tungumál manna um aldir? Tungurnar hafa mótast af þeim stað þar sem þær hafa vaxið. Mál sjómannsins felur í sér myndir af hafinu, bóndinn sækir sér líkingar til hesta og vefstóls þegar hann ræðir um ást og dauða. Sumar tungur eru sterkar og hafa mikla útbreiðslu eins og hveiti, maís, hrísgrjón og furan Pinus Contorta sem vex einkar hratt. En svo eru á hinn bóginn til tungur sem talaðar eru í námugöngum, í regnskógum Amason, meðal frumbyggja Alaska. I fangelsum. A eyjum. 395
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.