Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Side 6

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Side 6
Tímarit Máls og menningar Menn stórrekstrarins eru andsnúnir öllu sem smátt er í sniðum. Þeir líta á mál minnihlutahópa sem „aukamállýskur í útjaðri heimsmenningarinnar, forvitnilegar leifar sem stela sér plássi . . . og tefja eðlilega þróun alþjóð- legra umræðna“. I stuttu máli: hvaða gagn er að litlu tungumáli? Svar: Það þarf ekki að gera neitt gagn! Það er nóg að það sé til! Það er kraftaverk í sjálfu sér! Það á rétt til lífsins af þeirri einföldu ástæðu að það er til, það er það sjálft, í stöðugri breytingu — með sérhverju barni sem gerir sér það tamt á tungu. Og með sérhverju skáldi sem leiðir lögmál þess í ljós með því að brjóta það: „mölva bók-stafina“, eins og Gunnar Ekelöf sagði. I augum okkar Skandinava er Island að sjálfsögðu hin mikla móðir — í mállegum skilningi. Þið varðveitið alla sögu ykkar í daglegu máli, hnyttni og þjáningar forfeðranna! Minjar sjálfrar jarðarinnar. Sækið myndhverfing- ar í hveri, hraun og ís! Allt það sem ekki er hægt að tjá beinum orðum, en sem birtist í hrynjandi og stuðlum! Oll þau leyndu mál sem móðurtungan getur tjáð en þó varðveitt. Miklir þýðendur gera mannkyninu ómetanlegt gagn. En þeir sannreyna alltaf að sérhver sönn tunga hefur eitthvað það að geyma sem ekki verður þýtt, hverfulan ilm, ljós og hljóma, fornar skrýtlur — sem láta innfæddan lesanda hristast af hlátri og gráti — vísanir sem glata snerpu sinni við þýð- ingu og verða að litlu öðru en leikmunum eða „folklore“ eins og það er stundum nefnt. Halldór Laxness sagði einhvern tíma að jafnvel bestu þýðingar á skáld- sögum hans næðu aðeins helmingnum af þeim orðaleikjum og leyndarmál- um sem upprunalegur texti hans hefði að geyma. Þessir helmingar hafa þó reynst nógir til að hrífa lesendur um heim allan. Og engu að síður: hvorki Halldór, önnur skáld íslensk né þjóðin sem hér býr hefur gefið mál sitt eftir, hvorki flatt það út né lagað það að heimsmarkaði. Island er víðs fjarri því að eyða tungu sinni, þvert á móti: þjóðin eykur víddir hennar, ræktar hana. A Islandi hafa menn ekki sagt „móðurmál okkar er því miður of fátæklegt fyrir okkur . . . við lítum á það sem aukamállýsku í útjaðri enska málsvæðisins . . .“ Sú sjálfsvirðing að halda fast í mál sitt og þar á meðal í óþýðanleg skúmaskot þess veitir mönnum einnig virðingu fyrir máli annarra. Aðdá- unin á möguleikum allra tungna á rætur að rekja til þekkingar á eigin tungu. Við gleðjumst yfir stolti Islands! Það tendrar hug okkar og hvetur okkur til dáða — og okkur er þökk í hug fyrir að hafa verið boðið hingað! 396
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.