Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Side 16

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Side 16
Tímarit Mdls og menningar Öreigaskáld og meðreiðarsveinar Bókmenntalíf fyrstu áranna eftir byltingu einkenndist af verulegri fjöl- breytni og hörðum átökum milli einstakra hópa rithöfunda og gagnrýn- enda. Sumir þeirra kepptu að því að fá einhverskonar opinbera viðurkenn- ingu á að þeir færu með hina sönnu byltingarlist, aðrir börðust blátt áfram fyrir rétti sínum til að skrifa eins og þeim best sýndist. Fútúristarnir og ýmsir sem nálægt þeim stóðu sameinuðust í LEF (Vinstrifylking listanna) — þar voru þeir saman komnir sem mestan hug höfðu á listnýjungum, nýtt inntak og boðskapur byltingartíma skyldu birt- ast í nýju formi. LÉF-menn og ýmsir þeim tengdir áttu mikinn þátt í þeirri uppsveiflu í leikhúsi og myndlistum sem einkenndi þessi ár, en upp úr 1923 byrja raðir hreyfingarinnar að riðlast og hylli sú sem oddvitar hennar nutu hjá ráðamönnum fer dvínandi. Flestir forystumenn bolsévika voru mennta- menn af gömlum skóla og fannst annað brýnna en að reyna að ná til al- mennings með byltingarinnrætingu sem tæki á sig mynd fútúrískra ærsla og jafnvel afstraktlistar. Rithöfundar sem kenndu sig við öreigabókmenntir voru margir, þótt ekki skildu nema fáir eftir sig lífvænleg verk. Þeir réðu mörgum málgögn- um, áttu sér samtök eins og „Smiðjuna" og „Október“, tengdust við hálf- opinber útbreiðslusamtök menningar, „Proletkúlt" (Oreigamenning). Þess- ir menn réðust gegn list fortíðarinnar af jafnvel enn meiri dólgshætti en fút- úristar — „Við skulum í nafni framtíðarinnar brenna Rafael, eyðileggja söfnin og troða blóm listanna undir fótum,“ skrifaði einn þeirra, Kirillov, árið 1918. Þeir réðust harkalega á bæði fútúrista og svonefnda „meðreiðar- sveina“ byltingarinnar fyrir að vera borgaralegir loddarar og gervibylting- armenn, jafnvel sjálfur Maxím Gorkí var sumum þessara manna ekki annað en „eftirlæti vestrænna burgeisa“. Kenning þeirra var sú, að byltingu bolsé- vika í þjóðlífinu skyldi endurtaka í listum — rétt eins og öreigastéttin væri leidd til valda í ríkinu skyldu alþýðuskáld með réttu öreigahugarfari taka við bókmenntum sem aðalsmenn og borgarar áður skrifuðu. Fielsta fram- lag þessara manna til bókmennta voru um þessar mundir rímuð frásagnar- ljóð um byltingu og borgarastríð (Mikhaíl Svetlov, Josif Utkín og fleiri). Það sem lakast var við forystumenn öreigahöfunda, sem svo vildu heita, var sú afstaða þeirra að líta á bókmenntabaráttuna sem einkonar borgara- styrjöld þar sem ganga þyrfti milli bols og höfuðs á öllum sem ekki voru á réttu róli. Enn var við skriftir næsta sundurleit fylking sem herstjóri byltingarinn- ar, Trotskí, kallaði einu nafni „meðreiðarsveina“. Það voru höfundar sem voru í stórum dráttum samþykkir fyrirheitum byltingarinnar um „stétt- laust þjóðfélag" og voru reiðubúnir til samstarfs við pólitíska forystu henn- 406
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.