Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Side 23

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Side 23
Byltingin, bókmenntirnar og sósíalrealisminn það sem gerst hafði. Þeir voru ekki kommúnistar og voru minna en hrifnir af mörgu í stefnu þeirra og stjórnarfari. En þeir dáðust að einbeitni og áræðni bolsévika, að „storminum sem veldur ókyrrð, sem brýtur niður framhliðar virðuleikans og sópar tregðunni burt með skapandi tilþrifum,“ eins og einn af Serapíonbræðrum, Konstantín Fedín, komst að orði. Rúss- land, þessi syfjaði risi, sem svo mörgum óþreyjufullum menntamönnum fannst hafa dregist langt aftur úr, var vaknaður — og kannski þurfti einmitt kommúnista, byltingarsinna án málamiðlana, til að vinna það þjóðþrifa- verk. Kommúnisminn varð í sögutúlkun þessara manna sá vígreifi húman- ismi sem Rússland þurfti á að halda, arftaki Endurreisnar, Upplýsingar og byltingarinnar frönsku. Og Rússland var með byltingunni orðið tilrauna- stöð og boðberi framsækinna hugmynda, rétt einsog Frakkland hafði verið í lok átjándu aldar. Með sérstæðum hætti hafði byltingin rauða runnið saman við eldri draum um sögulegt frelsunarhlutverk Rússlands. Hinn „þjóðlegi bolsévismi" skaut upp kolli og átti efir að breiða mjög úr sér. Gott dæmi um þessa þróun er líf og verk Alexei Tolstojs (1883-1945). Hann var greifi, hafði getið sér allmikið orð sem fyndinn og illkvittinn sögumaður þegar fyrir byltingu, gekk í lið með hvítliðum í borgarastríðinu og skrifaði þá hundruð niðursallandi greina um kommúnista, fór svo í út- legð til Parísar. En hann var einn þeirra Rússa sem ekki fá þrifist í útlegð, heimþráin rak hann í útlagasamtök sem kölluðust „Umskiptin“ — þar voru þeir saman komnir sem töldu að rétt væri að viðurkenna sigur bolsévika og sætta sig við hann á þjóðernisforsendum. Alexei Tolstoj ákvað að snúa heim og réttlætti það á þennan hátt: „Við verðum að viðurkenna að hvorki utan né innan Rússlands er til önnur stjórn en stjórn bolsévika. Og ef við viðurkennum þessa staðreynd, þá verðum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að lokaáfangi rússn- esku byltingarinnar þróist í þá átt, að þjóð okkar verði sterkari, rússneskt mannlíf verði auðugra, að byltingin skili okkur öllum sínum góðu og rétt- mætu eiginleikum." Hinum glataða syni var vel tekið þegar heim kom, og sjálfur kunni Al- exei Tolstoj vel að vinna sér bæði hylli lesenda (m.a. með skemmtilegum geimferðasögum eins og Aelíta (1924) og lýsir leiðangri til Mars sem hefur þann tilgang að koma þar á kommúnisma) og svo traust valdhafa, sem þótti upphefð í því að þessi fyrrverandi greifi hyllti þá sem bjargvætti Rússlands. I skáldsögu í þrem bindum, „Píslargöngunni“, lýsir hann rússneskum menntamönnum sem eru á svipuðu róli og hann sjálfur. Aðalpersónurnar, systur tvær og ástmenn þeirra, annar verkfræðingur, hinn liðsforingi, lifa glöðu og áhyggjulausu lífi í gamla Rússlandi, en stormsveipir byltingarinn- ar hrífa þau út úr lokuðum heimi persónulegra hamingjudrauma. A „píslar- 413
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.